Heimilisritið - 01.05.1951, Page 49

Heimilisritið - 01.05.1951, Page 49
skildi hún hann á allt annan hátt en hann hafði ætlazt til. Hún roðnaði. „Þér hafið aldrei orðið varar við neinn óróleika hjá honum,“ sagði Ragnar. „Hann hefur aldrei verið neitt niðurdreginn eða efast um sína eigin verð- leika.“ „Hvar er Skot?“ spurði hún. „Þarna kemur bíll. Ef Skot hlypi nú og yrði undir bílnum?“ En Skot var hvergi sjáanleg- ur og bíllinn brunaði framhjá. „Óforskammaður akstur,“ sagði hún, en svo leit hún á Ragnar og fór að skellihlæja. Hún tók sjálfa sig ekki of há- tíðlega. Það fór henni vel. Hún var yndisleg. „Það er satt, það er dásam- legt veður í dag,“ sagði hún. „Já, það er byrjað að vora,“ sagði hann. Hún leit á hann athugulum augum. „Nú veit ég, hvers vegna mér fannst þér eitthvað skrítinn,“ sagði hún. „Þér haf- ið hvorki talað um heimspóli- tíkina eða skattana og stjórn- ina. Vitið þér annars hvar Skot er? Hann liggur steinsofandi í framsætinu.“ Þau hjálpuðust í mesta bróð- erni við það sem eftir var að gera við bílinn. Bæði urðu þau óhrein, og það sameinaði þau. „Viljið þér aka með smá- spotta?“ spurði hún. „Ég ætla til Stenby.“ „Þér skuluð aka einar, ef þér endilega þurfið að fara þangað, annars ættuð þér heldur að slást í fylgd með mér og fá yð- ur göngutúr.“ „Sama og þegið,“ sagði hún, „en ég verð að fara til Sten- by.“ Ragnar flautaði á Skot, sem hundskaðist fýldur út úr bíln- um. „Haldið þér á honum, svo að hann verði ekki undir bílnum,“ sagði hún. „Og þakka yður fyr- ir hjálpina. Ef svo ólíklega vill til, að þér munið eftir númer- inu á bílnum mínum, þá gleym- ið því.“ Hún ók af stað. Skot leit spyrjandi á húsbónda sinn, en fljótlega fann hann eitthvað til að leika sér að. „Hvað hefurðu náð í?“ sagði Ragnar. „Nei, slepptu, þú rífur hann í sundur. ...“ Hanzki, hægri handar hanzk- inn hennar. „Þú hefur tekið hann úr bíln- um! Veiztu hvað hanzkar kosta nú á tímum? Og svona fínn hanzki. ... 0, sá dásamlegi dag- ur! Veiztu hvert ferðinni er heitið, Skot? Við förum til Stenby. Það gæti verið nógu gaman að líta á þennan kær- asta, heldurðu ekki?“ HEIMILISRITIÐ 47

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.