Heimilisritið - 01.05.1951, Page 62

Heimilisritið - 01.05.1951, Page 62
innfæddu, sem stóðu á bak við höfð- ingjann, hafði skotvopn í hendi og hefði auðveldlega getað skotið hann, þar sem hann kom gangandi. Ósjálf- rátt hélt hún niðri í sér andanum af cftirvæntingu, þangað til höfðinginn lyfti hendinni sem svar við kveðju Doyles. Nú fóru fram langar umræður. Doyle pataði ákaft og talaði mikið. Hann virt- ist ýmist rejður eða sáttfús. Hann bað- aði út höndunum, benti með hanzka- klæddu hendinni ýmist til hússins, upp í loftið eða út yfir frumskóginn, og aftur og aftur steytti hann hnefann rétt að nefinu á höfðingjanum, scm sat alveg hreyfíngarlaus, með óútreikn- anlegan svip á tatoveraða smettinu. En að lokum fór hann að brosa, kinka kolli og ranghvolfa augunum, og álvktaði Joan af því, að hann væri orðinn ánægð- ur. Samningarnir cnduðu þannig, að Doyle tók annann hramm höfðingjans báðum höndum og hrjsti hann hjartan- lega og kallaði síðan til eins af mönn- um sínum, sem kom þjótandi með bakka, sem á var ginflaska. Doyle og höfðinginn drukku síðan sitt hvort glas- ið í sáttaskyni, og höfðinginn rang- hvolfdi augunum og smjattaði með hin- um þykku vörum sínum, er hann hvolfdi í sig gininu. Þvínæst báru burð- armenn hans hann burtu, en hann hélt fast utan um ginflöskuna. Doyle strauk hökutopp sinn og stóð við hliðið með sigurbros á vörum, með- an höfðinginn hélt burtu með fylgdar- lið sitt. Svo sneri hann sér við og horfði til káetunnar á þakinu, þar sem Joan hafði auga á honum. Svipur hans og stcllingar minntu Joan á óperusöngvara, sem horfii- upp á svalirnar eftir lófa- klappi. „Býstu við því, að ég kasti blóm- vendi niður dl þín?“ sagði Joan við sjálfa sig. ,,Þú líkist fullkomlega leiksöngv- ara, en maður verður að játa, að þú kannt að temja þá innfæddu." Hún var niðursokkin í hugsanir sín- ar, er loftshleranum var hrundið upp litlu síðar og höfuð Doyles kom í ljós. ,,Nú er óhætt fyrir yður að koma nið- ur, Joan,“ sagði hann. ,,Ég hef komizt að samkomulagi við höfðingjann, svo að við höfum ekkcrt að óttast af hans hendi. Komið nú niður og við skulum fá okkur að borða.“ Joan kom niður stigann og sá þá, að nokkrir innfæddir voru að leggja á borðið. „Þarna sjáið þér, kæra Joan, að mér tókst að semja um þetta. Líkurnar voru ekki nema ein á móti hundrað, en samt fékk ég yfirhöndina. Ég veit hvernig ég á að snúast við vandamáli, finnst yður það ekki? Ég hef oft telft á tæpasta vað með lífið að veði, og ég vjl gera það oft ennþá ef um yður cr að tefla.“ „Hvernig fóruð þér að því að gera höfðingjann ánægðan?" spurði Joan, sem dauðleiddist gortið í Doyle. „Var ginflaskan borgun fyrir öryggi mitt og yðar?“ ,,Nei, flaskan var aðeins gjöf til að fulivissa tröllið um vináttu mína, og við drukkum eitt staup til að staðfesta samkomulag okkar,“ svaraði Doyle og hló. „Ég gerði verzlun við höfðingjann, og það mun sjálfsagt vera gaman fyrir yður að heyra skilyrðin. (Framh.) 60 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.