Heimilisritið - 01.06.1951, Page 14

Heimilisritið - 01.06.1951, Page 14
keppa við það um blíðu móður- innar. Þó ýmsum virðist örðugt að trúa því, hafa sumir nútíma for- eldrar beinlínis átt saman kyn- ferðismök í ásýn barnanna, svo þau gætu séð, hvemig frjóvgun fer frarn. Eins og við' var að bú- ast, ollu þau mikilli skelfingu. Svo nýtízkuleg kynferðis- fræðsla hefur sína galla. Var að- ferð ömmu betri? Varla. Gall- arnir á því að segja börunum, að þau hafi verið „keypt“ á spít- alanum, storkurinn komið með þau, eða einhver annar, eru aug- ljósir. Það er nokkurn veginn víst, að foreklrar, sem ségja slík- ar sögur, brýna einnig fyrir börnunum, að „ljótt“ sé að minnast á kynferðismál og kyn- færi séu „óhrein“. Hugmyndir barnsins verða því: kynferði er óþriflegur leyndardómur og það má ekki minnast á það. Svo springur blaðran. Frá fé- lögum sínum fá börnin fræðslu á ekta rennusteinsmáli. Móðir hans hefur logið að honum, og gert hann með því að fífli í aug- um félaganna. Auk þess hefur hún sjálf gert sig seka um það, sem hún sagði honum að væri ljótt. Áfallið' getur orðið alvar- legt. Hundrað sinnum hefur hver barnasálfræðingur heyrt svona nokkuð: „Mamma mín mvndi 12 aldrei gera slíkt“. Lítill drengur, sem kominn var úr andlegu jafn- vægi af; að heyra sannleikann um kynferðismálin, sagði við lækninn í fullkominni hrein- skilni: „Það er það andstyggi- legasta, sem ég hef heyrt. Ilvað, þú myndir aldrei trúa því!“ Hvað svo? Ef ekki ljósmæður og storkar, né heldur fullkomin hreinskilni, hvað þá? Það er auð- vitað skynsamlegur meðalvegur. Það er góð liugmynd að spyrja barnið og komast að, hve mikið það veit og hverju það vill helzt auka við þekkingu sína. Spurn- ingar og svör á báða bóga, í staðinn fyrir langa fyrirlestra. Einn frægur sálfræðingur segir blátt áfram: „Það, sem mestu máli skiptir, er að komast að því, hvort barninu er ekki fjand- ann sama“. Ef til vill er bezta reglan sú, að svara spurningum jafnóðum og þær ber á góma. Svarið þeim blátt áfram, án þess að vera allt of íbyggin. Barnið er enginn rannsóknardómari, sem er að yf- irheyra yður. Sennilega spyr það einungis einnar spurningar með löngu millibili. Auk þess vill barnið heyra sömu svörin hvað' eftir annað. Það er ekki við því að búast, að það muni allt sem það heyrir um sköpun barna, eftir að hafa lieyrt það aðeins einu sinni. HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.