Heimilisritið - 01.06.1951, Page 17
FAÐIR
OG
SONUR
Terry var í glæpa-
mannafélagi, sem
tók ekkert tillit til
mannslífa, en hann
lét líka sitt eigið líf.
*
SMÁSAGA
ef tir
A. W. STONE
EF TERRY Broderick hefði
ekki orðið ástfanginn af Rósu
Shannon, vorið 1913, og hefði
Rósu ekki verið algerlega ó-
kunnugt um að hann væri
glæpamaður, myndi árásin á
Þjóðlegu Stálsmiðjuna vissu-
lega hafa endað á annan hátt
en raun varð á.
Það var Edvard, sem lagði á
ráðin um að ræna fjögur hundr-
uð þúsund dollurum, sem Stál-
smiðjan greiddi í laun tvisvar
á mánuði. Ráðagerðin var eins
djarfleg og hugsazt gat.
„Þetta er hreinasti barnaleik-
ur!“ sagði Edvard við félagana,
þar sem þeir sátu allir saman-
komnir 1 höfuðstöðvum flokks-
ins, í loftherbergi uppi yfir ný-
lenduvöruverzlun í einu af út-
hverfunum. Lítil augu hans
leiftruðu í daufri birtunni. „Við
getum klófest þessa peninga
eins auðveldlega og hvert ann-
að óskilagóss á götum úti. Ég
hef kynnt mér vel allar aðstæð-
ur. Takið nú eftir!“
Hann studdi olnboganum á
borðið, greip blað og blýant og
rissaði upp mynd.
„Hér er skrifstofubyggingin,
skiljið þið, vinstra megin við
hliðið, Til hægri — beint á móti
HEIMILISRITIÐ
15