Heimilisritið - 01.06.1951, Síða 18

Heimilisritið - 01.06.1951, Síða 18
skrifstofunum — er minni bygging, og þar fer útborgun- in fram. Sjálf verksmiðjan er þar á bak við, og hér er mur- veggurinn með hliðinu. Þeir hafa gamlan náunga til að gæta hliðsins, opna og loka þegar ekið er inn og út. Fylgizt þið með?“ Þeir litu allir með áhuga yf- ir blaðið. Edvard veifaði blý- antinum yfir litla húsinu til hægri. „Hér er verkamönnunum greitt. Það gerist fimmta og tuttugasta hvers mánaðar. Pen- ingarnir eru sóttir í banka í borginni og fluttir í brynjuðum bíl í fylgd tveggja manna, sem eru vopnaðir rifflum og skammbyssum. Peningarnir eru í leðursekk, sem læst er með messinglás.“ Foringinn þagnaði og leit um- hverfis sig með litlum, kringl- óttum augunum. Áheyrendum- ir biðu spenntir. „í sekknum eru að minnsta kosti fjögur hundruð þúsund dollarar,“ hélt Edvard áfram. „Fjögur hundruð þúsund!“ MENNIRNIR umhverfis borð- ið vörpuðu öndinni. Edvard drap fingurgómunum á borð- plötuna og skaut fram hökunni. „Þetta er ekki verk fyrir neinar raggeitur, eins og þið getið skilið!“ sagði hann hörku- lega. „Það er ekki hægt nema með vélbyssum, og það verður töluvert heitt.“ Hann kinkaði kolli til Jack Baldwins og Mc- Kinnons, sem höfðu lært hand- brögðin í Chicago og komizt í kynni við vélbyssur. „Haldið þið, að þið getið klárað þetta?“ „Það skyldi ég nú halda!“ sagði McKinnon glottandi. „Hingað til höfum við séð um það, sem okkur hefur verið sett fyrir.“ „Láttu okkur heyra það, sem eftir er,“ sagði Jack Baldwin og vafði sér sígarettu. Það dygðu engin vettlingatök við þetta, hélt Edvard áfram. Þeir yrðu að ná peningasekkn- um með snarpri árás. Tveir menn með vélbyssur við öft- ustu bílgluggana yrðu að halda öllum óviðkomandi í hæfilegri fjarlægð með skothríð. „Við setjum mann við hliðið til að gæta varðmannsins. Hlið- ið verður að vera opið svo við komumst burt á eftir. Það verða þrír til að annast peninga- pokann, tveir til að halda vopn- uðu vörðunum í skefjum og sá þriðji til að taka við pokan- um og henda honum inn í bíl- inn. Á meðan hefur Waite héma snúið bílnum við, og við förum sömu leið til baka — út um hliðið — og erum allir á 16 REIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.