Heimilisritið - 01.06.1951, Side 19

Heimilisritið - 01.06.1951, Side 19
bak og burt áður en nokkur hefur áttað sig.“ Þetta var allt ósköp einfalt — á pappírnum. Edvard skýrði því næst fyrir hverjum og einum, hvaða hlut- verki hann ætti að gegna, þeg- ar þar að kæmi. Bíllinn var geymdur í skúr skammt frá aðalstöðvum bófaflokksins. Hann átti að leggja af stað, þeg- ar brynvarði bíllinn væri far- inn áleiðis til bankans. Waite átti að stjórna honum, Neep, Chicago-Bill, Nelson og Terry, auk hinna tveggja með vélbyss- urnar, áttu að sitja í bílnum. Edvard ætlaði sjálfur að sitja frammi í hjá bílstjóranum. Chicago-Bill átti, svo lítið bæri á að fara út skammt frá hliðinu, þar sem hann átti að gefa sig á tal við vörðinn og draga athygli hans frá hinum grunsamlega bíl úti fyrir. „Terry, þú grípur pokann og fleygir honum inn til okkar,“ sagði Edvard. „Gott og vel,“ sagði Terry. TERRY var roskinn, og til- heyrði því glæpamönnum gamla skólans. Hann hafði framið hvers konar afbrot — að und- anskildu morði. Hann hafði einu sinni verið afar nærri því að fremja morð, og það fór enn- þá hrollur um hann við tilhugs- unina. Nú voru mörg ár síðan, og Terry var ekki mikið um að rifja það upp, en þrátt fyrir það hvarflaði hugur hans til þessa atburðar á meðan hann beið eftir merki um að leggja af stað. ÞAÐ var í þann tíma, er hann bað Rósu Shannon, dóttur Shannons yfirlögregluþjóns. Terry varð oft hugsað til Rósu, eins og hún var, áður en hann missti hana fyrir fullt og allt. Hann hafði vitað, að hann myndi missa hana fyrr eða síð- ar, því að hann var afbrota- maður og myndi aldrei verða neitt annað. Hann gerði sér það ljóst, þegar hann kvæntist henni. Giftingin hefði aldrei farið fram, ef Shannon gamla hefði grunað nokkuð um hana fyrirfram. En hann vissi ekk- ert fyrr en eftir á. Rósa hafði leynt hann því, af tryggð við Terry. Terry hafði talið henni trú um, að hann væri einkalögreglu- maður og væri að fást við mál, sem lögreglan mætti ekki kom- ast á snoðir um. Faðir hennar myndi aldrei geta skilið það, hafði hann talið hinni saklausu og grunlausu stúlku trú um, og hún hafði samþykkt að gift- ast honum á laun — í annarri borg. HEIMILISRITIÐ 17

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.