Heimilisritið - 01.06.1951, Qupperneq 22

Heimilisritið - 01.06.1951, Qupperneq 22
tóm. Það var búið að taka til í herberginu og á borðinu lá miði til hans. Terry sá þau aðeins einu sinni eftir þetta. Hann mætti Rósu í garðinum í borginni, þar sem þau höfðu verið gefin saman. Lítill hnokki trítlaði við hlið hennar. Golan lék í lokkum hans, og Terry sá bregða fyrir óreglulegu öri á enni hans. Rósa leit viðkenningarlaust til hans, eins og hún. vildi segja, að hann væri með öllu útþurrkaður úr lífi hennar. En örinu á enni drengsins gleymdi hann aldrei. „Einu sinni afbrotamaður —“ tautaði hann og hélt áfram göngunni — „alltaf afbi'otamað- ur.“ Hann leit ekki um öxl til þeirra, þótt hann yrði að taka á öllu til að stilla sig um það. Hann hugsaði sem svo: „Dreng- urinn hefur rétt til að vaxa upp og verða heiðarlegur maður ef hann vill. Hann á rétt á því.“ Og Terry óskaði einnig, að honum mætti auðnast að bæta fyrir það, er hann hafði mis- gert við son sinn, bæta fyrir örið. Minningin um það sveið honum sárt. Hann var viss um, að Rósa myndi aldrei sjá örið án þess að hata hann fyrir það. Hann var í skuld við son sinn, hvar sem hann annars lifði sem heiðarlegur og virðingarverður maður. Terry gat fyrirlitið alla aðra, sem lifðu heiðarlegu lífi — aðeins ekki son sinn. Jæja — hans hluti af ágóð- anum af ráninu myndi nægja honum það sem eftir væri æv- innar. Edvard myndi krefjast hundrað þúsund dollara sér til handa, afgangurinn myndi skiptast jafnt milli hinna. Með svo mikið fé gæti hann gefið lögreglunni langt nef og lifað í friði og áhyggjuleysi. Hann gæti lifað heiðarlegu lífi hér eftir. Dyrunum var lokið upp og hann heyrði rödd Edvards: „Þá er tíminn kominn, vertu til- búinn — svo förum við.“ Allt var reiðubúið. Vélbyss- urnar voru í bílnum úti í skúrnum. „Þá förum við, Af stað, pilt- ar. Við hittumst við bílskúrinn eftir tíu mínútur.“ Þeir fóru einn og einn í einu niður bakstigann og örkuðu burt, rétt eins og þéir væru að fara í sakleysislega skemmti- göngu. í SKÚRNUM hittu þeir Waite sitjandi við stýrið. Vélin suð- aði. Þetta var lokaður bíll með stei'kri vél — einkaeign Ed- vards. Þegar hann rann út úr skúrnum og niður götuna, líkt- ist hann hverjum öðrum bíl. Engan gat grunað, að hann 20 HEIMILISRITIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.