Heimilisritið - 01.06.1951, Page 25

Heimilisritið - 01.06.1951, Page 25
byssunni og miðaði vandlega. Hann hafði ásett sér að afgreiða andstæðinginn með næsta skoti — gegnum höfuðið. Það gilti líf hans eða hins. Vörðurinn hafði misst af sér húfuna og golan blés hárinu frá enni hans. Terry miðaði á ennið — taug- ar hans voru þandar til hins ýtrasta. Hann vissi að honum gæti ekki geigað. „Skjóttu!“ æpti Edvard. EN TERRY hleyptu ekki af. Fingur hans hvíldi eins og lam- aður á gikknum. Augnablikið var glatað, riffillinn kvað við, Terry hné til jarðar. Skamm- byssan datt úr hendi hans. Með snöggri beygju tókst Waite að koma bílnum út um hliðið, þar sem Chicago-Bill hélt hliðverð- inum í skefjum með skamm- byssu. Terry lá grafkyrr. Hann heyrði hróp varðmannanna og stunur Neeps og Nelsons rétt hjá sér. Á spítalanum komst hann til meðvitundar stutta stund. Hann opnaði augun og sá lögreglu- mann meðal þeirra, er stóðu við rúmið. „Hann hæfði mig!“ stundi hann. Lögreglumaðurinn kinkaði kolli. Deyjandi afbrotamenn höfðu ekki mikil áhrif á hann, hann hafði oft áður horft á slíkt. „Hann gerði líka út af við tvo af félögum mínum,“ sagði Terry, „hann er fjári duglegur náungi.“ Terry tók enn einu sinni á öllu sínu þreki. Það var nokk- uð, sem hann varð að komast eftir. „Varð hann sjálfur — varð hann fyrir skoti?“ „Hver — vörðurinn —“ spurði lögreglumaðurinn. „Ekki vitund. Hann var of fljótur fyr- ir ykkur.“ Terry hné út af á koddann. Ósegjanlegur friður færðist yfir hann og hann lQkaði augunum. Svipurinn mildaðist, og þegar hann hætti að draga andann, rumdi lögreglumaðurinn: „Þetta er í fyrsta sinn, sem ég hef séð glæpamann gefa upp and- ann brosandi; mér þætti gam- an að vita af hverju hann bros- ir.“ En lögreglumaðurinn vissi ekki, hvað Terry hafði séð. Hann vissi ekki um sérkenni- lega örið, sem Tery hafði séð á enni varðmannsins, þegar gol- an blés hárinu til hliðar. Þess vegna vissi hann keldur ekki, að Terry hafði greitt skuldina við son sinn — að Terry hafði nú loksins bætt fyrir brot sitt, BNDIR HEIMILISRITID 23

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.