Heimilisritið - 01.06.1951, Side 38

Heimilisritið - 01.06.1951, Side 38
Gullið myndi færa honum tækifærið — hann gæti haldið sig í návist Daphne, haldið för- inni áfram um þvert og endi- langt Miðjarðarhafið í stað þess að' verða eftir hér í Alexandríu, og halda heimleiðis með ódýru gufuskipi, eins og hann varð nú að gera. Hann hafði lagt alla sína von á þetta ferðalag. Hann vissi að Daphne ætlaði að ferðast með „Luxuria“, sem var allt of dýr- seld fyrir hann. En hann hafði fengið 300 pund að láni hjá frænku sinni, og á þann liátt tókst honum að' fljóta þessar þrjár vikur ferðalagsins, en hreint ekki meira. Og hvað hafði hann svo haft upp úr því? Hann hafði verið þeirrar skoðunar, að ef hann hitti dóttur húsbónda síns í öðru umhverfi en skrifstofunni, þá myndu opnast leiðir fyrir hann. En Daphne hafði verið ná- kvæmlega eins og fyrr — mjög elskuleg, en fjarlæg og óhöndl- anleg; og hún hafði ekki veitt honum hætis hót meiri athygli heldur en öllum hinum ungu mönnunum, sem hópuðust utan um hana. Henni var kunnugt um, að hann stritaði fyrir fimm pund- um um vikuna, og að þetta ferðalag var hreinasta brjálæði af honum! Myndi það hafg nokkuð að segja í augum Daphne ef hann ætti meiri pen- inga? Nei, það vissi hann að myndi ekki hafa hina minnstu þýðingu! I augum föður hennar, að vísu, en ekki í hennar aug- um! Allar þessar hugsanir þutu í gegnum heila Leslies á hálfri mínútu! Hann rétti höndina fram og tók punginn með töfra- gripnum. „Eg kýs mér þennan“, sagði hann. „Og ég þakka yður gjöf- ina“. „Máttur hennar mun senn koma í ljós“, sagði sá gamli bros- andi, „en ég verð'a að biðja yður um að vera aðgætinn. Því að þér verðið að skilja, að sérliver kona, sem sér töfragripinn, verð- ur frá sér af ást til yðar. Það gæti haft óþægindi í för með sér“. YFIR kvöldverðarborðinu um borð sagði Leslie frá ævin- týri sínu, en þó ekki án vissra undanskota. Hann sagði til dæmis bara, að gamli Arabinn hefði gefið sér verndargrip, en hann sagði ekkert um eiginleika gripsins. Til tilbreytingar varð hann nú miðdepill samræðn- anna, enda þótt svo virtist sem frásögn hans væri ekki sem trú- legust. Það var dansað á eftir, og 36 fíEIMÍLISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.