Heimilisritið - 01.06.1951, Page 49
„Hvað ætlið þér að gera í
kvöld, litla stúlka?“ hafði hann
spurt.
„Eg er upptekin“, svaraði
mamma snúðugt, um leið og hún
stakk umslagi öfugt í vélina.
En þá tók pabbi tvo aðgöngTJ-
miða upp úr vasanum.á köflótta
jakkanum sínum.
„Það var leiðinlegt, því ég er
hér með tvo fjölleikahúsmiða —
stúkusæti. Haldið þér ekki að
þér getið komið með?“
„Nei, það hugsa ég ekki",
sagði mamma, um leið og hún
renndi löngunarfullum augum á
aðgöngumiðana. „Svo er mál
með vexti, að það
er afmælisdagur-
inn minn í dag, og
Griffith í bankan-
um hefur í tilefni
af því boðið mér
út í kvöld“.
„Afmælisdagur-
inn yðar! Nei, það
var þó undarleg
tilviljun!“
„Hvað eigið' þér
við með því?“
„Já, því ég á
líka af'mæli í dag“.
„Allt má nú
segja manni“, sagði
mamma og hélt á-
fram að hamra á
ritvélina.
„Nú, þá er víst
ekkert fyrir mig að gera“, sagði
pabbi og stakk báðum aðgöngu-
miðunum aftur í vasa sinn.
„Nei, en ég hef aldrei fyrr hitt
manneskju, sem átt hefur satna
afmælisdag og ég“.
Pabbi stundi þungan. „Eg
verð þá víst ennþá einu sinni að
eyða afmælisdegi mínum aleinn
í þessari stóru borg!“
„Ef þetta er í raun og veru
sannleikur, gæti ég kannske beð-
ið Griffith um að bjóða mér
heldur út annað kvöld".
Himinlifandi hafði pabbi grip-
ið utan um báðar hendur hennar
og sagt:
HEIMILISRITIÐ
47