Heimilisritið - 01.06.1951, Page 51

Heimilisritið - 01.06.1951, Page 51
Og svo pældu þau í gegnum öll bréfin. „Þau eru öll árituð til okkar beggja sameiginlega“, sagði mamma sigri hrósandi. „Það er bara ekkert einkabréf til þín. — --------Jú annars, það er“. Hún hélt á aflöngu umslagi. „Láttu mig fá þetta bréf, Mabel“, sagði pabbi og röddin varð svo undarlega hikandi. „Eg hugsa að það sé viðVíkjandi eft- irlaununum mínum“. „Viltu segja mér hvaða tjón getur hlotizt af því að ég opni slíkt bréf“, sagði mamma, ,og stríðnin leiftraði úr augum henn- ar. „Mundu eftir að ég hef aðvar- að þig, Mabel“. Mamma fór að hlæja, og byrj- aði að rífa upp bréfið. „Mér Hð’ur ekki rétt vel“, sagði pabbi, „ég held ég fari upp og leggi mig stundarkorn“. „En vertu ekki lengi, Georg“, sagði mamma og horfði á bréfið, eins og það væri raketta, sem gæti sprungið í höndum hennar þá og þegar, „því ef eitthvað hefur skeð, sem getur kom- ið í veg fyrir að þú fáir eftir- launin, er betra að við tökum það til athugunar á með'an við erum hér öll samankomin“. „Það er ekkert athugavert við eftirlaunin mín, þau skal ég á- reiðanlega fá“, sagði pabbi, sem var ekkert ánægjulegur á svip- inn.---------„Nei, það er allt annað, sem hryggir mig.------- Svo er mál með vexti, að ég hef farið á bak við þig í fjörutíu ár, Mabel. — Það er ekki af- mælisdagurinn minn í dag. Ég er fæddur 3. desember“. Að því mæltu sneri hann sér við og leit af einum á annan, þar sem við' sátum kringum borðið. „Haldið ykkur öll saman“, hrópaði hann, þó að við værum öll of agndofa til að mæla orð frá munni, „því það ætla ég rétt að láta ykkur vita, að hefði ég ekki þá gripið til þessarar litlu skreytni, sætuð þið’ ekki hér í dag!“ Hann leit á mömmu. — „Og þú sennilega ekki heldur, Mabel, því þá hefðirðu auðvitað tekið Wesley og værir orðin bankastjórafrú, enda er það miklu fínna“. „Hvernig dirfistu að tala til mín!“ sagði mamma og fór að hágráta. Pabbi flýtti sér til hennar. „Þú mátt ekki gráta“, sagði hann í bænarróm, „hvaða máli skiptir það, hvort ég á afmælis- dag í ágúst eð'a desember?“ „Alls engu“, sagði mamma snöktandi. „Ég hef vitað það í mörg ár“. „Hefurðu vitað það, og þér var alveg sama?“ Pabbi var eitt spurningarmerki. HEIMILISRITIÐ 49

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.