Heimilisritið - 01.06.1951, Page 52
„Því ekki það? Mér fannst
það einmitt sniðug hugmynd hjá
þér. Wesley Griffith var svo
gjörsamlega laus við allt hug-
myndaflug“.
Pabbi varð meir og meir ringl-
aður á svipinn.
„Nú, livers vegna í ósköpun-
um ertu þá að gráta?“
Mamma fór aftur að gráta.
„Ég er búin að' hafa svo mikið
fyrir því að halda þessu leyndu
í öll þessi ár, og ég skil ekki,
hvernig þér datt í hug að fara
að segja börnunum frá þessu“.
„Nei, þú ert mér hulin ráð-
gáta, Mabel!“ sagði pabbi, um
leið og hann fór upp til þess að
leggja sig.
ENDIR
Kerlingabœkur
Sé pér kalt á hægri fæti, en heitt á
þeim vinstri, öfundar andskotinn þig.
Sé þér kalt á vinstri fæti, en heitt á
þeim hægri, er giftingarhugur i þér.
Ef hundur liggnr fram á lappir sínar,
spáir hann gestakomu. ÞaS veit einnig
á gestakomu ef skæri eða hnífur detta
á gólf, svo aS á oddi standi.
Ef hnerraS er yfir mat, kemur ein-
hver svangur. Einnig ef mjólk hellist
niSur.
Ef hnerraS er i rúmi sinu á morgnana,
gengur manni allt i vil þann daginn,
þó vita sunnudagshnerrar á enn stærra
happ en aSrir.
Gangi maSur aftur á bak, gengur
maSur móSur sína ofan í jörSina — hún
er þá feig.
Ef köttur klórar í spýtu, veit þaS á
vont veSur, eins ef vel liggur á ketti.
Fari köttur meS aSra löppina aftur
fyrir eyraS, þegar hann þvær sér, veit
þaS á gott.
Vaxi manninum hár langt niSur á
hálsinn, er þaS auSsældarvottur; einnig
þaS aS vera skítsæll.
Sé maSur hársár, verSur hann hrædd-
ur um konuna sina (eSa eiginmann).
Sama máli gegnir ef mann kitlar i hnjá-
liSunum.
Klæi mann i lófann, fær maSur ný-
næmi.
Klæi mann í augabrúnirnar, gleSst
maSur innan skamms.
Klæi mann í nefiS, reiSist maSur.
Klæi mann í lófann, fær maSur gjöf.
Heyrist brestur í húsi, er einhver
feigur.
Séu hrífutindar látnir snúa upp, kem-
ur regn.
Sé löng i manni tungan, verSur maS-
ur skáld.
50
REIMILISRITIÐ