Heimilisritið - 01.06.1951, Síða 55

Heimilisritið - 01.06.1951, Síða 55
ið þér ekki fá yður dálítið konjak, Joan? Það fjörgar mann, og nú er veruleg á- stæða til að gera sér dagamun.“ „Nei, þökk,“ sagði Joan freinur kuldalega. Ósjálfrátt kom henni í hug fyrsta máltíðin, sem hún borðaði með Hilary í Ulava, þcgar hann hafði kom- ið henni á óvart með því að bjóða henni ágætustu víntegundir eftir hádegisverð. Hún hugsaði um, hvað Hilary myndi nú vera að gera og hvaða áhrif hvarf hennar hefði haft á hann, cf það þá hefði haft nokkur áhrif á hann, og hún íhugaði hvað mundi ske, ef hann greiddi nú það lausnarfé, sem þessir þorparar myndu heimta fynr hana. „Jæja J)á, en þér hafið væntanlega ekkert á móti því, þó ég fái mér hress- ingu,“ sagði Doyle. Hann sótti nýja flösku og skenkti sér vænan skammt af konjaki í kaffið. ,,ViIjið þér alls ekki fá dropa út í kaffið?“ „Nei, þökk,“ endurtók Joan. „Hins- vegar myndi ég gjarnan vilja þiggja eina sígarettu." „Gjörið svo vel að fá yður,“ sagði hann um leið og hann settist og kveikti sér í vindli. „Já! Þér hefðuð átt að heyra, hvernig ég setti svarta þorparan- um stólinn fyrir dyrnar, kæra Joan. Hann var að þvæla um að þér vænið cign hans, eða. öllu heldur ættflokks- ins, þar sem það voru hans menn, sem tóku yður höndum. Mér þykir fróð- Iegt að heyra, hvaða álit þér hafið á samkomulagi þvf, sem ég gerði við hann.“ „Út á hvað gekk það?“ spurði Joan, scm gerði sér upp kæruleysi, þó henni stæði síður en svo á sama um sívax- andi kunningjabrag þann, sem hann hafði á sér í framkomu sinni við hana. Svarti Doyle hló aftur. Svört augu hans glömpuðu illilega, og svarta skegg- ið stóð í allar áttir. „Ég lofaði honum Hilary SterHng í staðinn fyrir yður,“ svaraði hann og þagnaði til að athuga, hvaða áhrif þessi nýjung hefði á hana. „Hilary Sterling? Ég skil ekki, hvað þér ejgið við,“ sagði Joan og horfði í augu hans án þess að líta undan. „Ég hélt að ætlan yðar væri að fá Hilary til að greiða lausnargjald fyrir mig og að Howes hefði farið til Ulava til að semja um skilyrðin." Doyle glotti og kinkaði kolli, púaði reykjarstrók upp í loftið, kembdi skegg- ið mcð vel hirtum fingrunum og saup loks duglega á konjaksblönduðu kaff- inu. „Já, eiginlega var það líka ætlunin,“ sagði hann og horfði fast framan í Joan. „Óskið þér eftir að fara aftur til Hilary Sterlings?" „Nei!“ svaraði Joan án þess að hika. „Þctta er í annað sinn að þér segið mér það. Þegar þér sögðuð mér að þér væruð kona hans, bættuð þér því við, að þér óskuðuð ekki eftir að hvcrfa til hans aftur. Það gæti bent til þess, að hann hefði ekki farið sérlega vel með yður, Joan. Hafið þér andúð á honum? Hatið þér hann ef til vill? eða eruð þér bara að reyna að telja mér trú um það? ,,Nei, ég hata hann og vil ekki fara aftur til hans — aldrci!" hrópaði hún ástríðufull í skyndilcgri æsingu. „Ég hata alla karlmenn! Þið eruð allir þorp- arar og bleyður! Alltaf gortandi ef þið haldið, að kvenmaður sé ástfanginn af HEIMILISRITIÐ 53

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.