Heimilisritið - 01.06.1951, Qupperneq 59

Heimilisritið - 01.06.1951, Qupperneq 59
ar. Howcs heldur, að hann muni fá einhverja hlutdeild í yður, en látið mig koma honum í réttan skilning um ætl- un mína, þegar hann hefur hjálpað mér til að losna við Hilary Sterling. Howes er einungis verkfæri rnitt. Hann segist vera amerískur, af því að hann heldur, að með því hafi ensku yfir- völdin ekkert yfir sér að segja, en í raun og veru er hann ekkert annað en flækingur frá aumasta hverfi Lundúna- borgar.“ „Þýðir ekkert að höfða til tilfinninga yðar, drengskapar eða sómatilfinning- ar?“ sagði Joan í örvæntingu sinni. ,,Munið það þó, að þér eruð hvítur maður, og þótt aldrei nema að þér haf- ið komizt á öndverðan meið við lands- lög, þá er það skylda yðar að vernda konu sem er landi yðar.“ „Verið fullkomlega rólegar, ég mun áreiðanlega vernda yður,“ sagði Doyle og hló ruddalega. Hann fór að fikra sig fram með borðinu til Joan, en hún vék sér undan, skref fyrir skref. „Hvað gagnar yður að reyna að sleppa frá mér? Þér vitið ósköp vel, að þér slepp- ið ekki frá mér, og því meiri tilraunir sem þér gerið til þess, því ákafari verð ég í að ná yður. Ég hef óskað eftir að cignast yður, frá því fyrst að ég sá yður.“ ,,Þér vogið yður ekki að snerta mig!“ hrópaði Joan og reyndi stöðugt að forð- ast Doyle. Allt í einu velti hann um borðinu, svo að Joan klemmdist milli þess og veggjarins, og áður en hún gæti gert tilraun til að Iosna, hafði hann gripið í handlegginn á henni. Joan barðist ör- væntingarfullri baráttu, en gat ekki losað sig, og Doyle tók hana í faðm sinn og þrýsti henni að sér. „Það þýðir ekkert að stritast á móti, kæra mín,“ stundi hann. „Þú sleppur ekki frá mér. Það þýðir ekki fyrir þig að hljóða,“ bætti hann við, þegar Joan í örvæntingu sinni tók að hrópa á hjálp. ,,Þeir innfæddu koma þér ekki til hálp- ar. Vertu nú skynsöm. Ég skal ekki gera þér neitt mein.“ Joan tók á öllu því sem hún átti til, cn kraftar hennar nægðu ekki, og Doyle hló sigri hrósandi, þegar hann fann að hún varð máttlaus í faðmi hans. „Svona er það betra,“ sagði hann móður, settist í stól og dró Joan til sín. ,,Það þýðir ekkert að sýna svarta Doyle mótþróa. En ég dáist að dugnaði þín- um. Ég met mikils konur, sem hafa eitthvað skap og sem þarf að temja. Kysstu mig nú!“ Joan tók aftur að berjast gegn hon- um og rcyndi að snúa andliti sínu undan, til þess að forðast hin viðbjóðs- legu blíðuatlot hans, en hann þrýsti hinum skeggjaða munni sínum að vör- um hennar og kyssti hana ákaft, þang- að til Joan lá næstum við köfnun. „Sleppið mér! mig svimar,“ snökti hún, og Doyle varð Ijóst, að hún var að því komin að fá yfirlið í höndunum á honum. „Legðu þig fyrir og fáðu þér sopa af konjaki," sagði hann. Hann hjálp- aði henni á fætur og inn í bakher- bergið. „Þetta er líka sjálfri þér að kenna, þú hefðir ekki þurft að láta svona. Þetta líður hjá á fáum mínút- um, þegar þú hefur jafnað þig.“ Joan settist máttlaus á rúmstokkinn og hafði ckka af gráti. Það var eins HEIMILISRITIÐ 57
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.