Heimilisritið - 01.06.1951, Side 61
í land með briminu, svo að vera dreg-
in gegnum frumskóginn af þeim inn-
fæddu, efrir að hafa þolað allar vítis
kvalir hjá Hilar)' Sterling. Ég er veik,
taugar mínar þola ekki meira. Þér verð-
ið að lofa mér að jafna mig eftir a!lr
þetta. Eg verð líka að venjast þeirri
hugsun að ég eigi að tilheyra yður.“
„Jæja, þú heldur að þú getir vanizt
þeirri hugsun?" spurði Doyle lágróma
og brosti.
„Þér verðið að gefa mér tíma til að
hugsa,“ sagði Joan skjálfandi af hræðslu.
„Þér komið mér til að hata yður, ef
þér ætlið að þvinga vilja yðar í gegn
meðan ég er svona lasburða."
Doyle fékk sér aftur góðan sopa úr
krúsinni sinni og stóð kyrr litla stund,
án þess að segja neitt. Hann horfði á
Joan með gráðugum en jafnframt tor-
tryggnum svip.
„Þú ert þó væntanlega ekki að reyna
að gabba mig?“ spurði hann dálítið
loðmæltur. ,,En þér er væntanlega ljóst,
að Doyle lætur ekki gabba sig? Það
getur vel verið að ég hafi verið of bráð-
látur áðan, en það lagast allt, bara ef
þú ert söm. Þú þarft ekki að ótt-
ast mig. Ég skal áreiðanlega verða þér
góður. Fáðu þér nú svolítið konjak sem
merki þess, að við séum aftur orðnir
góðir vinir.“
Joan fannst áhrifin af áfenginu, sem
hún hafði drukkið, vera farin að hafa
áhrif, og það vaknaði sú von hjá henni,
að ef hann héldi áfram að drekka þann-
íg, myndi hann verða svo ölvaður að
henni stafaði engin hætta af honum.
„Já, ég skal reyna að vera skynsöm,
en þá megið þér ekki vera svona frekju-
legur,“ sagði hún, því henni var ljóst,
að skynsamlegast myndi vera að fá
Doyle til að halda, að hún myndi
verða honum eftirlát ef hann gæfi henni
tíma til að jafna sig. „Þér verðið að
muna eftir Hilary Sterling. . .“
„Fari Hilary Sterling norður og nið-
ur!“ tók Doyle fram í fyrir henni. „Ef
þér dettur í hug, að hann muni bjarga
þér og sigra mig þá ferðu villu vegar.“
,,Ég átti ekki við það,“ svaraði Joan.
,,En samkvæmt lögum þeim, sem gilda
á Muava, er ég kona Hilary Sterlings,
og meira að segja þeir innfæddu fyrir-
líta þá konu, sem gefur sig öðrum með-
an maður hennar er á lífi. Biðjið mig
ekki um að verða kona yðar, fyrr en
þér hafið gert út af við Hilary Sterl-
ing.“
,,Svo að það eru hugmyndir þínar
um að þú tilheyrir Stcrling, sem ama
að þér, er það rétt?“ sagði Doyle í mild-
ari tón. „Ég skal sjá um hann. Það skal
ekki líða Iangur tími þangað til ég get
fært þér þau gleðitíðindi, að þú sért
orðin ekkja. En þú skalt ekki kæra
þig um álit hinna innfæddu. Það vant-
aði nú bara að Iáta sig nokkru skipta ‘
þeirra álit. Hinsvegar munu þeir telja
mig meiri mann en áður, þar sem ég
hef getað stolið hvítri konu frá óvini
mínum. Komdu nú og fáðu þér dropa,
vina mín!“
Joan stóð á fætur og fór á eítir hon-
um fram í frcmra herbergið, fékk sér
vatn að drekka og settist svo við borð-
ið.
„Hvað á það að þýða að drekka vatn
— sem þar að auki er óhollt nema
soðið," sagði Doyle. „Reyndu heldur að
drekka svolítið af konjaki, það er bæði
gott og heilnæmt. Sannaðu tril, það
HEIMILJSRITIÐ
59