Heimilisritið - 01.06.1951, Qupperneq 63
Ðanslagatextar
AF, SEM ÁÐUR VAR
(Lag: My heart cries for you.)
(Texti: Ignotus)
VINA KÆRA
(Lag: Wilhelmtna)
(Texti: Ignotus)
Alla æsku mína ég unni þcr,
ást mín beið þín kæra í hjarta mér.
I sólskinsdraumum mínum
ég söng um þig,
samt þú kæra hataðir mig.
Ennþá ann ég þér, ást þína veittu mér,
hrópar hjartans rödd: heitt ég elska þig.
Einn ég gekk um veröld svo auðnufár,
opið var í hjarta mér gamalt sár.
Þó ég reyndi að gleyma, ég gat það ei,
gæfa mín var bundin þér mey.
•
Ennþá ann ég þér, ást þína veittu mér,
hrópar hjartans rödd: heitt ég elska þig.
En svo komstu loksins og kysstir mig,
kvöldið það ég fann að ég átti þig.
Allt hið liðna gleymdist í örmum þér,
aftur lífið veittir þú mér.
Ennþá ann ég þér, ást þína gafstu mér,
hrópar hjartans rödd: heitt ég elska þig.
Vina kæra,
vorsins draumabál
í æðum fjörugt rennur,
blikar, brennur,
bikar lífsins
berðu að nautnaþyrstum,
fagurrjóðum vörum
æskuörum.
í örmum þínum er
allt, sem fegurst veitist mér.
Ég skal alltaf einn hjá þér
una, meðan rennur blóð í æðum mér.
Vina kæra,
veiztu að fegurð þín cr gjöf,
sem sérhver geymir,
dáir, dreymir.
Daga og nætur,
þú ert drottning vorsins
fylling allra vona,
fagra kona.
Mig leið um lífsins stig, ,
ljúfa vina, kringum mig
vefðu fegurð þinni, æsku þinni og yndi,
því ég elska, elska, elska þig.
HEIMILISRITIÐ
61