Heimilisritið - 01.07.1951, Blaðsíða 18

Heimilisritið - 01.07.1951, Blaðsíða 18
Hazels. Charlie lá og glápti bölvandi upp í loftið. Hún talaði afar gjallandi, svo hann heyrði hvert orð. Þegar Hazel loks lagði frá sér símann, skalf hönd henn- ar, og hún skreiddist þegjandi í rúmið og klappaði honum. Hann var þegar sofnaður. Hazel kom nú öllu sem bezt fyrir. Hún hætti vinnu sinni í upplýsingadeildinni og sendi móður sína til Salt Lake City, og svo fluttu þau í íbúð hennar. Hún náði í stúlku, sem bæði gat eldað mat og þrifið íbúðina, og hún keypti heilmikið af mat- reiðslubókum og framreiddi marga ljúffenga rétti. Charlie bauð vinum sínum heim, og þeir virtust kunna því prýðilega. Líf- ið varð honum framúrskarandi notalegt. En dag einn endaði allt með skelfingu. í TVO mánuði hafði eitthvað þjáð Charlie, og allt í einu varð honum ljóst, hvað það var. Hazel fór í taugarnar á honum. Honum leiddist hún óstjórnlega. Hún var þögul eins og framiið- inn fiskur, það var álíka æsandi að vera giftur henni og að' stjórna saumaklúbb. Hann sagði henni það rækilega, áður en hann fór til vinnu. Hazel hlustaði á hann og föln- aði í framan. Hún gekk öfvænt- ingarfull inn í svefnherbergið og lagðist á rúmið. Charlie stóð í forstofunni og rjálaði við hatt- inn sinn. Hann var kvíðinn, því nú hafði hann verið kvæntur í tvo mánuði og var búinn að gleyma, hvernig var að veradaus og liðugur. Hann gekk með dræmingi inn í svefnherbergið. Hazel lá og grét í hljóði. „Jæja, loksins ertu þá hætt að sýnast svona fjandans ham- ingjusöm“, sagði hann. „Eg hef aldrei getað skilið, yfir hverju þú varst svona ánægð. En heyrðu nú, mér þykir leitt, að ég skyldi segja þetta“. „Það gerir ekkert til“. „Geturðu ekki opnað munn- inn og hjálpað dálítið til? Þú mátt ekki láta mig einan um samkvæmisskyldurnar. Viltu ekki reyna að hjálpa mér til að skemmta fólki?“ „Jú, Charlie". „Það er það eina, sem ég bið þig um. Þú þarft ekki beinlínis að vera neitt framúrskarandi fyndin og gáfuð. Eg krefst ekki einu sinni að þú fáir þér snafs. En þú getur hætt að brosa í sí- fellu og talað svolítið í staðinn“. „Já, ég skal tala, Charlie“. Daginn eftir kom Harry Lim- kess og kona hans til kvöldverð- ar. Limkess var leikritahöfund- ur, og nú var hann að semja eitt, þar sem aðalpersónan tók 16 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.