Heimilisritið - 01.07.1951, Blaðsíða 38

Heimilisritið - 01.07.1951, Blaðsíða 38
„Við erum svo hamingjusöm saman eins og er, Adele. Við skulum ekki spilla því“. „Já, en mig langar bara svo mikið til að eiga mitt eigið barn“, hafði hún sagt biðjandi. „Það er allt of hættulegt á þínum aldri, og auk þess kæri ég mig ekkert um að fá keppi- naut um ást þína“. En það, sem hann átti við í raun og veru, var, að hann vildi ekki eiga barn, af því það olli ónæði. Stundum var Adele beisk og full af mótþróa, en hún reyndi að leyna Wirt því. Hann hafði ærnar áhyggjur, og þess vegna gat hún ekki fengið af sér að íþyngja honum með sínum eigin áhyggjuefnum. Og þess vegna dáðist hún að' Jenny fyrir hug- rekkið. „Hvað er að, Adele?“ spurði hann hvasst. „Ertu mér ekki sammála?“ „Nei, alls ekki“, svaraði Adele. Það var eins og djörf framkoma Jenny hefði einnig veitt henni hugrekki. „Ef Jenny óskar að hafa bæði barnið og starfið, hef- ur þú engan rétt til að neita henni um það. Hún hefur rétt til að' eignast barn, og hún hefur líka rétt til að vinna. Þú getur ekki gert þig að dómara yfir henni. Og ef þú reynir að losna við hana vegna ástands hennar, þá — þá fer ég burt og kem aldrei aftur“. Adele liló óstyrkum hlátri, undrandi á sjálfri sér, af því hún hafði vogað að setja honum slíka úrslitakosti. Wirt hafði svo oft sagt: „Guði sé lof, að þú ert ekki ein af þeim lconum, sem hóta og gráta til að fá mennina til að láta að óskum þeirra“. „Já, en elskan mín, þú mein- ar þetta alls ekki“, sagði Wirt. „Reyndu nú að' líta á málið frá mínu sjónarmiði. Eg þarf á verulega duglegri stúlku að halda, og Minnie Archer er ó- möguleg. Ég verð því að fá nýj- an einkaritara, og það tekur tíma, þangað til hún fer að geta gert nokkurt gagn“. „Eg er ekkert að hugsa um starf þitt í skrifstofunni. Ég er að hugsa um Jenny Holmes. og barn hennar. Þetta mál er svo mikilsvert fyrir mig, W7irt. Þú verður ekki einasta að láta Jenny vera áfram í skrifstofunni, þú verður líka að hætta að' leika þrælahaldara. Gömlu stjórnar- ráðsskjölin og skýrslurnar, sem þú vafstrast með, eru ekki ná- lægt því eins þýðingarmiklar og barn Jenny“. „Þetta er bara tilfinninga- þvættingur, Adele“, sagði W7irt móðgaður. „Þú álítur, að barn sé það þýðingarmesta í heiminum?‘‘ „Já, það geri ég“. 36 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.