Heimilisritið - 01.07.1951, Blaðsíða 58

Heimilisritið - 01.07.1951, Blaðsíða 58
tekt þeirra, sem úti voru. Vopnuðu verðirnjr við hliðið voru þar enn, höll- uðu sér upp að hliðarstólpunum og spjölluðu við tvo félaga sína, sem sátu þar á hækjum sínum og rcyktu pípur sínar. Utan girðingarinnar virtust fáir vcra á ferli, mcira að segja í þorpi hinna innfæddu, enda var þetta heitasti tími dagsins, sá tími sem flestir hvíla sig. „Ef mér tækist bara að komast fram- hjá varðmönnunum, þá gæti ég ef til vill sloppið burtu,“ sagði Joan við sjálfa sig. „Doyle hefur lýst því yfir við þá innfæddu, að ég væri tabu, svo verið getur að þeir þori ekki að skipta sér af því, hvað ég tek mér fyrir hendur. Ef ég vissi, að Doyle væri dauður eða með- vitUndarlaus, myndi ég hætta á það.“ Henni var ljóst, að jafn máttfarin og hún var, myndi hún ekki komast langt áfram í frumskóginum, áður en hún gæfist upp. Þar að auki var mjög vafasamt, hvort hún myndi yfirhöfuð komast leiðar sinnar í gegnum hinn þétta frumskóg. Henni varð litið til dyranna, sem lágu frá loftkáetunni út á húsþakið. Með nokkrum erfiðismun- um tókst henni að lyfta upp þverslánni og opna dyrnar. Um leið og hún steig út á þakið, kom einn hinna innfæddu auga á hana. Hann benti á hana og sagði eitthvað við varðmanninn, sem samstundis sneri sér við og starði á hana. Jafnframt lyfti hann byssunni ógnandi í áttina til hennar og kallaði eitthvað, sem hún skildi auðvitað ekki. Hún var ekki alveg viss um, hvort hann væri að ógna henni, enda var henni alveg sama þó svo væri. Hún gekk út á þakbrún, leit niður og gizk- aði á, að það myndi vera funm metrar frá þakbrún og mður á jörð. Það væri áhættusamt að stökkva eða láta sig falla niður. Hún myndi aldrei komast frá því með heila limi, og það var hvergi hægt að klifra niður. „Bara að ég hefði reipi eða eitthvað, sem ég gæti búið til reipi úr,“ hugsaði hún. En það var hvorki reipi né neitt ann- að, sem hægt væri að nota í sama augnamiði, hvorki á þakinu né í loft- kompunni. Stiginn, sem lá frá loftgat- inu gegnum fremra herbergið, virtist vera cjna leiðin út úr húsinu. ,,Á ég að hætta á það?“ tautaði hún. „Eins og stendur er mér óhætt hér, en ef þeir setja sriga upp við þakið, er úti um mig.“ Hún sá nú, að varðmaðurinn hafði vakið athygli á henni og að félagar hans komu frá þorpinu í hópum. Þeir góndu á hana og þvöðruðu hver í kapp við annan. Einnig sá hún að varðmað- urinn hraðaði sér inn í húsið, bersýni- lega til þess að láta Doyle vita. Hún flýtti sér því inn í loftherbergið aftur, setri slána fyrir dyrnar og hlustaði. I fyrstu heyrði hún ekkert, en svo heyrð- ist geysilegur hávaði og Joan sá að all- ir, sem voru innan girðingarinnar, söfn- uðust saman við húsdyrnar. Það var eins og allir hrópuðu og göl- uðu hver framan í annan. Joan varð aftur óttaslegin, meðan hún hlustaði á þetta og vissi ekki, hvort allur þessi hávaði stafaði af því, að þeir innfæddu hefðu fundið Doyle dauðan, eða af ein- hverju öðru. Hún beið og hlustaði, og hjartað barðist í brjósti hennar af efrir- væntingu. Eftir ljtla stund, minnkaði 56 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.