Heimilisritið - 01.07.1951, Blaðsíða 53

Heimilisritið - 01.07.1951, Blaðsíða 53
á járnbrautarstöðinni", sagði hann. „Ég er ilia staddur peningalega, og þar sem ég er viss um að eigandi hringsins er ríkur, þá áleit ég að — „Ég skal segja þér eitt, gamli svika- hrappur", tók Valdi fram í fyrir honum og lækkaði ósjálfrátt röddina, þegar hann tók eftir feitum manni í ferðaföt- um, sem stóð skammt frá þeim og horfði á þá með athygli. „Það þýðir ekki að segja mér svona ævintýri, því að ég var sjálfur einu sinni í þessari atvinnu. En við gætum kannske fengið þennan ágæta utanbæjarmann til að bíta á agnið. Eigum við að reyna? Við skipt- um auðvitað". Með glöggu auga hafði Valdi þegar í stað séð, að feiti maðurinn var hvorki hjálparmaður svikahrappsins né lög- reglumaður, og Valdi var næmur á slíkt. Svo tók hann hringinn af hinum, vóg hann í hendinni og sagði hárri röddu: „Já, þetta er áreiðanlega verðmætur hringur, en því miður er ég ekki með svo mikið af peningum á mér — “. Tilganginum var náð. $á feiti gekk hægt til þeirra með augun á stilkum. „Maðurinn héma hefur tapað pening- unum fyrir fargjaldinu“, sagði Valdi í trúnaðartón við þann feita. „Hafíð þér vit á demöntum'1. FRÍSTUNDASTARF HENNAR „Hm, ekki sérlega mikið“, sagði mað- urinn og athugaði hringinn nákvæm- lega. „Hvað á hann að kosta“? „Áttatíu krónur vill hann hafa fyrir hann“, sagði Valdi. „Ég hef sjálfur því miður ekki nema fimmtíu á mér . • . Feiti ferðamaðurinn tók hringinn, mátaði hann og sagði: „Ég skal borga sjötíu krónur fyrir hann, af því að hann er mátulegur mér og ég er í góðu skapi. Eruð þér ánægður"? Maðurinn með gullspangargleraugun andvarpaði, kinkaði kolli og tók við peningunum. „Þér gerið ágæt viðskipti", sagði Valdi og brosti ánægður. „Já, það getið þér reitt yður á“, sagði feiti ferðamaðurinn. „Ég glataði nefni- lega þessum hring áðan á jámbrautar- stöðinni — sjálfsagt þegar ég tók af mér hanzkann. Þegar ég tók eftir því að hann var horfinn og hafði leitað hans árangurslaust, fór ég inn í skrifstofuna og lét auglýsa eftir honum gegn 500 króna fundarlaunum. En þið svika- hrapparnir hafið látið mig sleppa ódýr- ara! Þakka ykkur kærlega fyrir“. Og feiti ferðamaðurinn gekk hlæjandi í burtu. ENDIR Stúlka nokkur sótti um stöðu hjá fyrirtæki nokkru, og forstjóriim spurði hana ótal spurninga. Meðal annars spurði hann, hvort hún hefði nokkurt sérstakt frístundastarf. „Ég safna flöskuskeytum," svaraði hún. Forstjórinn vildi fá að heyra nánar um þetta. „Sjáið þér til,“ sagði stúlkan. „Um helgar fer ég niður að sendinni sjávarströnd, leggst þar á bakið og bíð þess að sjórinn skoli á land flösk- um með skeytum frá skipreika mönnum. Eg hef ekki fundið neitt enn- þá — en mikið hef ég hvílzt dásamlega." HEIMILISRITIÐ 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.