Heimilisritið - 01.07.1951, Blaðsíða 32

Heimilisritið - 01.07.1951, Blaðsíða 32
3/4 lítra vams. Að því loknu er um það bil eitt glas a£ lauksúpu eftir — hitt hefur soðið burt. Drekktu þetta dag- lega á fastandi maga. Það munu ekki líða nema 2—3 dagar, þangað til þú finnur stóran mun á þér, auk þess sem húðin verður fegurri. Þú þarft ekki að óttast að þú angir af lauk, fyrst laukurinn hefur verið soðinn. MJAÐMASTÓR UM OF. Sp.: Eva mín. Ég er alltof mjaðmastór — bæði lítil og mjaðmastór. Kannske er ég dálítið feitlagin, en samt finnst mér fitan safnast óhæfilega á mjaðm- irnar. Þýðir nokkuð að biðja þig um ráð í þessum efnum? — Malla. Sv.: Hér eru 2 æfingar, sem ég skal gefa þér. Ég þori að ábyrgjast árangur, ef þú iðkar þær daglega og af alúð. 1. Leggðu þig á gólfið og rétm hand- leggina beint út frá öxlunum. Þú hefur fótleggina beina og fast saman. Án þess nú að beygja hnén, sveigir þú fótlegg- ina upp og yfir brjóstið. I fyrsm geturðu lyft þeim aðeins lítið eitt upp í loftið, en smátt og smátt liðkastu og þá kemur að því, sem mest er undir komið: þú reynir að ná með hnjánum fyrst öðmm handleggnum og svo hinum. Þetta er svipað því, sem nefnt hefur verið „að velta sér,“ en ber miklu meiri árangur en fyrri aðferðir. 2.Stattu upprétt með handleggina nið- ur með hliðunum. Lyfm nú handleggj- unum út og upp yfir höfuðið, jafnframt því sem þú dregur djúpt að þér andann. Látm fingurgómana mætast yfir höfði þér og teygðu þá eins hátt upp og þú gemr — hugsaðu þér, að þú sért að reyna að ná upp í stofuloftið. Látm svo handleggina lækka hægt, og ljúkm ekki við að anda frá þér, fyrr en þeir em komnir alveg niður, en þá átm líka að finna, hvernig lungun tæmast fullkom- Iega. SVÖR TIL ÝMSRA Til „ij ára": — Fyrir nokkm kom greinarkorn hér í ritinu, sem nefndist „Horfðu í augun á fólki“. Feimið fólk eins og þú gæti lært sitthvað af því, sem þar segir. Hafðu það hugfast, þegar þú ert feimin við einhvern, að hann hefur, eins og þú og aðrir, sínar veiku hliðar. Ef þú kappkostar að skara fram úr á einhverju sviði, eflist sjálfstraust þitt einnig ósjálfrátt, auk þess sem feimni eldist oft af fólki. Til „xg'. — Ég get því miður ekki hjálpað þér viðvíkjandi þessu ískyggi- lega hárlosi. Leitaðu til fleiri lækna. Það er óhugsandi annað, en að einhver þeirra geti orðið þér að liði. Spurðu þá, hvort þetta geti ekki stafað út frá skjaldkirtlinum. — Hárkollur veit ég ekki hvort fást hérna, en það væri reyn- andi að spyrjast fyrir um það hjá hár- greiðslustofum. — Varðandi „huldu- lækninn“, skalm snúa þér til Sálarrann- sóknarfélags Islands. \ Til „Evudóttur". — Við erum sam- mála, hvað snertir illgjömu mennina; þeir mætm missa sig. Að því er kvið- vöðvana snertir, geturðu vanið þá þann- ig, að maginn verði inndreginn, án nokkurra líkamsæfinga. Það kostar of- urlitla viljaeinbeitingu fyrst í stað. Þetta gera allar heimsdömur nú á dögum. Fót- leggina gætjrðu e. t. v. lagað með því að iðka hjólreiðar, og nudd væri að sjálf- sögðu gott fyrir þig. En tölumst bemr við, þegar þú kemur úr utanförinni. Góða ferð og skemmm þér vel. Til „Rauðku": — Þetta muntu geta fengið lagfært með nýtízku aðferðum. Snúðu þér til einhverra snyrtjstofanna og fáðu upplýsingar. Eva Adams 30 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.