Heimilisritið - 01.07.1951, Blaðsíða 56

Heimilisritið - 01.07.1951, Blaðsíða 56
þú eins og ég vil hafa þig, Joali, vertu bara ekki alltaf að kalla mig Doyle — við vorum búin að koma okkur saman um það áður. Ég heiti Wilberforcc, væna mín, en hér á þesari eyju er ég kallaður svarti Doyle. Fyrrum var ég alltaf kallaður „fíni Doyle“. Eg hef allt- af verið vandlátur með útlit mitt, og ég skal segja þér það, að ég gæti þess að vera sjálfum mér samkvæmur. Ég hugsa að ég sé eini maðurinn hér á eyj- unni, sem hefur fægðar neglur og geng- ur með hanzka, nema kannske að und- anteknum fjandanum honum Sterling. Það er sagt að hann fari í kjól og hvítt, áður en hann borðar, þó að hann sé al- cinn. Stelpan sem ég kvæntist { Auck- land, og sem ég skildi þar eftir, var vön að kalla mig Dandy, og kynblendings- stelpan, sem ég hafði fyrir konu, þegar ég var á Tahiti, kallaði mig Will. Ffvað mundi þér þóknast að kalla mig, gæzk- an?“ „Ég hugsa að ég mundi kalla yður „Bláskegg," af því þér hafið átt svona margar konur,“ svaraði Joan. „En engin þeirra kemst í hálfkvisti við þig, hvað fegurð snertir, Joan, þó að kynblendingsstelpan á Tahiti væri að vísu mjög vel vaxin,“ svaraði Doyle og liló hrossahlátur. „Þú hlýtur að vera yndisleg, þegar þú ert ekki í þessum tötrum. Komdu hingað til mín og skenktu í bikarinn minn.“ „Skenktu þér sjálfur," svaraði Joan. ,,Flaskan er rétt hjá þér.“ „Já, en það smakkast betur ef þú skenkir mér, Joan. Vertu nú ekki að brjóta heilann um hinar konurnar. Vertu ckki afbrýðisöm, gæzkan. Það er búið milli mín og þeirra, alveg eins og allt cr búið milli þín og Hilary Sterl- ings. Þú átt að verða mín eina, og með því á ég við það, að þú skalt eiga mig óskiptan. Þú mátt bölva þér upp á, að ég ætla heldur ekki að eiga þig í fé- lagi við nokkum annan mann. Komdu nú og gefðu hinum nýja elskhuga þín- um aftur í bikarinn, elskan mín.“ Hann var orðinn dmkkinn, og gló- andi augnaráð hans vakti viðbjóð og hræðsluhroll hjá henni. En hún hugsaði með sér, að hún yrði að vera honum eftirlát að vissu marki. Umfram allt varð hún að forðast að gera honum gramt í geði, og fá hann til að drekka sem mcst. Hún stóð því upp, tók flösk- una og fyllti bikar hans. Enda þótt hún forðaðist að líta á hann, fann hún að hann einblíndi á hana. Þegar hún setti flöskuna frá sér á borðið, lagði Doyle handlegginn utan- um hana og reyndi að setja hana á hné sér, en Joan streittist í móti og hljóðaði. „Nei — sleppið mér, ó, sleppið mér. Þér lofuðuð að vera góður og leyfa mér að jafna mig.“ „Ég skal vera góður við þig, elskan mín,“ sagði Doyle loðmæltur og hélt henni fastri. ,,Ég skal ekki gera þér minnsta mein. Ég ætla bara að gæla dálítið við þig. Vertu nú ekki svona tepruleg.“ Hann setti Joan á hné sér og lagði vanga sinn að hennar. Hún barðist á móti, en hann hélt henni bara þeim mun fastara. „Sleppið mér — sleppið mér!“ bað Joan örvændngarfull og sárreið, er hann reyndi að kyssa hana á munninn. „Æ, látið mig í friði, þér lofuðuð að gefa 54 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.