Heimilisritið - 01.07.1951, Blaðsíða 29

Heimilisritið - 01.07.1951, Blaðsíða 29
svo umhugað, og þetta var hið' fyrsta, sem hann hafði beðið hana um. Þessa nótt grét hún sig í svefn. Daginn eftir fóru Bill og Mary í land. „Þið verðið að koma með bátinn klukkan átta, hvert sem þið annars siglið“, sagði Mary. Nikolas og Doris lofuðu að vera stundvís. Þau sigldu nokkuð' upp eftir fljótinu og vörpuðu akkeri fram- undan dálitlum skógi. Þau eyddu deginum í að baða sig í sólskininu og tala um fram- tíðina. Síðdegis sofnaði Doris og vaknaði ekki fvrr en Nikolas kallaði til liennar. „Það er kominn kaffitími“. Doris hrökk upp og fann, að sér var kalt í þunnri baðkáp- unni .. . það hlaut að vera áliðið. „Hvað er klukkan?“ spurði * hún. Nikolas leit á klukkuna. „Vantar kortér í átta“. Hún var að því komin að gráta. „Ó, við komum of seint“. Hann fór til að setja vélina af stað, en hún hreyfðist ekki. „Það var skrítið“, sagði hann. „Eitthvað hlýtur að vera að“. Doris horfði út fyrir borð- stokkinn. „Við erum strönduð“, sagði hún reiðilega — „og þú hlýtur að hafa vitað það. Af hverju hefurðu ekki sagt það? Það var nógur tími til að kalla á hjálp. Hvað' eiga Bill og Mary nú að gera ... við lofuðum að koma“. „Astæðan til þess, að ég hef ekkert sagt, er auðvitað sú, að ég vildi ekki spilla deginum fyr- ir okkur. Hvers vegna átti ég líka að gera það? Það er svo sjaldan, að við fáum að vera ein saman. Látum Mary og Bill eiga sig, þau sjá um sig“. Doris hlustaði ekki á það, sem hann sagði. Hún var önnum kaf- in að veifa til lítils seglbáts, sem fór framhjá, nokkuð úti á fljót- inu. En enginn tók eftir henni. Nikolas gekk til hennar og tók utan um hana, en hún sleit sig lausa. „Slepptu mér!“ hrópaði hún frávita. „Eg vil ekki sjá þig, þú hefur hegðað þér lítilmannlega. Slepptu mér!“ Hún flúði undan honum nið- ur í klefa Mary, en hann hljóp á eftir henni og þreif í hana. Hún fálmaði með höndunum á borðinu og kom við eitthvað hart: skammbyssuna! „Slepptu mér!“ hrópaði hún, og þegar Nikolas sleppti henni sem snöggvast, flúð'i hún upp á þilfar. Rétt i því hún kom upp, þreif hann um öklann á henni — og HEIMILISRITIÐ 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.