Heimilisritið - 01.07.1951, Blaðsíða 61

Heimilisritið - 01.07.1951, Blaðsíða 61
skal kenna þér . ..“ Vegna þess hvað Doyle var í slæmu ásigkomulagi og æstur missti hann fót- festu x stiganum og skall niður á gólf. Eftir litla stund heyrði hún hann senda frá sér slíkan straum af blóts- og skammaryrðum, að fullgildur sjómaður hefði roðnað við að heyra það. „Mér þykir leitt að ég skyldi ekki drepa yður með flöskunni!" hrópaði Joan, æst yfir hinu andstyggilega orð- bragði hans. „Jæja, þú ert þá ekki mállaus,“ hróp- aði Doyle upp til hennar. „Heyrðu mig nú, Joan. Hvers vegna geturðu ekki tekið hlutunum skynsamlega? Þú get- ur ekki sloppið út, og ég get svelt þig þangað til þú lætur undan. Þú færð hvorki mat né drykk, fyrr en þú kem- ur niður og biður fyrirgefningar." „Ég vildi heldur deyja.“ svaraði Joan. „Nei, vertu alveg viss um að þú munt hvorki deyja af sulti né þorsta," hrópaði Doyle. „Snemma í fyrramálið næ ég í þig, og svo skal ég taka að mér að temja þig. Ég hef sett þá innfæddu í vinnu við að smíða stiga, til að kom- ast upp á þakið, og þá brjóta þeir upp dyrnar á kompunni þarna uppi. Það er hyggilegast fyrir þig að koma strax nið- ur og gefast upp. Láttu þér ekki koma til hugar að stökkva niður af þakbrún- inni, því ég hef memi á verði allt í kringum húsið. Ef mig svimaði ekki svona eftir höggið, sem þú gafst mér, myndi ég koma strax og berja upp hler- ann með öxi. Ég ræð þér til að koma nú niður, Joan, í staðinn fyrir að láta negrana draga þig hingað niður á morg- un. Komdu nú góða mín — hér er mat- ur.“ Joan beit saman vörunum og svaraði ekki. Litlu síðar heyrði hún, að Doyle sparkaði í hvað sem fyrir var niðri og bölvaði hástöfum. „Vertu þá kyrr þama uppi! “ hrópaði hann að lokum. „Þú verður kannske viðráðanlegri, eftir að þú hefur legið heila nótt á hörðum fjölum þama uppi, án þess að fá vott eða þurrt, skjátan þín. Ég skal kenna þér betri siði, telpa mín.“ Joan svaraði ekki. Hún stóð full eft- irvæntingar og neri saman höndunum af örvæntingu. Hún sá að kringumstæð- ur hennar voru fullkomlega vonlausar, en hún gat alls ekki fengið sig til að gefast upp og biðjast vægðar. Henni flaug í hug að láta sem hún gæfist upp. Ef til vill tækist henni með því móti að ná skammbyssu hans, meðan hann svæfi. Þá gæti hún þó að minnsta kosti skotið sig, ef engin leið væri önn- ur. „Þetta er eina tækifæri mitt,“ hugs- aði hún. „Ég ætla að læðast niður, þeg- ar ég er viss um að hann muni vera sofnaður, og reyna að ná í byssuna. Ef það mistekst, er engu að tapa fynr mig, því að öllu verður hvort sem er lokið á morgun, þegar þeir innfæddu komast hér upp á þakið.“ Hún settist aftur, eftir að hiín hafði opnað kýraugun til þess að fá ferskt loft, því henni þótri loftið hér uppi kæfandi. Hún heyrði glamra í diskum niðrj og réði af því, að Doyle væri að borða kvöldmat. Litlu síðar fann hún tóbaksreykjar- lykt upp í gegnum rifumar í gólfinu og langaði þá í sígarettu. Loftið virtist verða þyngra og mollu- HEIMILISRITIÐ 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.