Heimilisritið - 01.06.1952, Síða 2

Heimilisritið - 01.06.1952, Síða 2
RÁÐ VIÐ EINMANALEIKA Svar til „Ónefnds": — Þú ert ekki einn um það að vera einmana. Einmana- leiki er einhver versta pynding fyrir mannssálina, sem til er. Og þetta er einmitt vandamál, sem ég fæ oft til úrlausnar. Allir vilja vera einir á stundum, og það, að vera einn, er allt annað en vera einmana. Einmanaleikinn er kveljandi og getur engu síður gripið mann í stór- borg meðal miljóna manna en uppi á auðnum. Það er ekkert óeðlilegt við að finna til einmanakenndar. Efún skapast oft- ast af þörf á að blanda geði við aðra, einkum af öndverðu kyni. En samt er engjnn fæddur misskilinn, bágstaddur og einmana. Það eru kringumstæðurnar sem eru orsökin. En það eru líka kring- umstæðurnar, sem hver og einn getur breytt svo, að einmanaleikinn verði hon- um ekki bölvaldur. Sumir læknast af einmanakenndinni, þegar þeir giftast, aðrir þegar þeir eign- ast barn. Elundur eða fugl í búri er öðr- um til góðs. Sumir hafa farið í dans- skóla, íþróttafélag eða bridgeklúbb. Athugaðu það, að það eru margir fleiri en þú, sem eru einmana. Ávarp- aðu fólk, og þú verður undrandi yfir því, hvað það snýst vinsamlega við þér. Skrifaðu upp ástæðumar, sem þú tel- ur vera fyrir einmanaleik þínum, og reyndu að sigrast á þeim. Þú getur það og þú verður að gera það! Þú gemr breytt aðstæðunum í þína þágu með dá- litlu átaki. Ef þú byrjar á þvf, skaltu sanna til, að hvað leiðir af öðm og hjálpast að við að lækna lífsleiða þinn. Eva Adams. ÞEIM ER STRITT Sp.: Ég er sextán ára og umgengst rnikið strák á svipuðum aldri og ég. Við eigum marga sameiginlega kunn-. ingja og þeir stríða okkur; eru alltaf að kalla okkur „kærustupar" o. s. frv. Það hefur samt aldrei verið annað og meira á milli okkar en kunningsskapur. For- eldrar okkar segja, að við eigum að láta eins og ekkert sé, en það er alls ekki auðvelt. Hvað finnst þér? —- S.A. Sv.: Bezta ráðið er að taka þátt í spauginu, þegar kunningjarnir fara að stríða ykkur. Þá hætta þeir fljótlega öllum glettingum, því það er ekkert gaman að stríða þeim, sem taka stríðn- ina ekki alvarlega. Eva Adams. OF FEIT Svar til „J. Þ.": — Mundu það, að smjör, rjómi og sykur eru fitandi. Not- aðu sakkarín í stað sykurs. Kartöflur, feitt kjöt og fituríkar sósur em einnig fitandi, að ég tali ekki um áfenga drykki. Yfirleitt skaltu ekki neyta mik- ils vökva, jafnvel ekki vatns. Átta glös af vökva, þ. e. vatn, te, kaffi, mjólk, súpa eða aðrir óáfengir drykkir, er talið að sé nóg handa manni á dag. Drekktu ekkert klukkustund fyrir og eftir mál- ríð. Þú skalt ekki heldur drekka með mat og ekki að næmrlagi eða áður en (Framh. á 3. kápustðu).

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.