Heimilisritið - 01.06.1952, Page 6
byrjaðir að vinna hér? spurði
pilturinn. Og hversvegna fórstu
að vinna hér?
Thja, hversvegna? Já, það er
nú það. Hversvegna er lífið ekki
snurðulaus hringur, ha, segðu
mér það? Hversvegna eru allir
þessir hnökrar á bláþræði mann-
lífsins? Og hversvegna er ekki
hægt að mjakast krókalaust með
þennan líkama, sem guð hefur
skapað okkur 1?
Af hverju ertu að rausa þetta,
hreytti pilturinn út úr sér. Hon-
um kom á ný til hugar að flytja
sig, en hætti aftur við það. Ég
var að spyrja þig hversvegna
þú hefðir farið að vinna hér.
Jájá, ég heyrði til þín, dreng-
ur minn. En ég hef verið að
hugsa svo margt í dag. Mér voru
færðar fréttir í dag, mikil tíð-
indi. Nú, annars eru ástæður
fyrir því, að ég fór að vinna hér.
Gamli maðurinn þagnaði eins-
og hann vseri að rifja upp fyrir
sér eitthvað, sem lá grafið í for-
tíðinni. Pilturinn varð ánægðari
á svipinn. Ef til vill var eitthvað
púður í sögu karlsins.
Viltu ekki «egja mér frá því,
Bráinn? spurði hann og hag-
ræddi sér á pokahrúgunni.
Jú, sagði maðurinn og brá fyr-
ir bliki í augum hans. Drengur
minn, allt á sína sögu og hver
saga er fædd af lífinu. Mundu
það og þá mun þér margt verða
ljósara í þessu lífi, því það sem
gefur lífinu gildi er þekking á
því, vitundin um mátt þess og
tilbrigði. Annars hefst hin gild-
andi saga mín ekki fyrr en ég
kynntist stúlkunni minni. Þá
var ég sex ára gamall.
ÞEGAR VORIÐ BLIKAR við
hreinleika himinsins, sem spegl.
ast 1 vötnunum, hefst saga mín
með ást minni. — Þessi litla
stúlka var jafnaldra mín. Við
lékum okkur saman öll æskuár-
in. Við leiddumst um hagann og
fórum til berja á sumrin. Hríðar-
veður vetrarins voru það eina,
sem gat aðskilið okkur. Já, slík-
ar voru unaðsstundir lítils
drengs, sem þótti vænt um leik-
systur sína.-----Hún hét Hug-
rún og var björt einsog mjöllin,
en heit og blíð einsog sumarið.
Feður okkar voru miðlungsgild-
ir bændur, miklir vinir og létu
sér annt um hvorn annan og
hvors annars hag. En um mæður
okkar gegndi öðru máli. Þær
voru eins ólíkar og dagurinn og
nóttin. Móðir mín hafði mikinn
áhuga á búskap og heimilisstörf-
um, enda átti hún fyrirmyndar
heimili. En móðir Hugrúnar var
ofsatrúarmanneskja, og sinnti
lítt búskap; heimili hennar var
líka ekki eins vistlegt eða þrifa.
4
HEIMILISRITIÐ