Heimilisritið - 01.06.1952, Síða 12

Heimilisritið - 01.06.1952, Síða 12
legrar samfylgdar við nokkra aðra sál. Gamli maðurin reis á fætur og setti vélina í gang. Hann sneri sér að piltinum og sagði innfjálgri röddu: Nú set ég þessa vél í gang í seinasta sinn. Ég á ekki eftir að sjá hana oftar á hreyfingu og ekki heyra högg hennar oftar. En áður en ég heyri hana ekki og sé ekki lengur, ætla ég að segja þetta við hana: Vélin góð, sláðu til bana allar tælandi von- ir, sem hrærast 1 veröldinni og sem reyna að skara í glæðurnar og tendra bál, sem ekki á sér lífsvon! Já sláðu þær! því hver sem ekki elskar mig, hann hatar mig! Það er hið eina sanna! Gamli maðurinn laut niður og lagði gráhært höfuð sitt und- ir kraftmikinn hamarinn, sem féll niður með feiknaafli. En á pokanum á gólfinu sat pilturinn fölur og stirðnaður af ótta og skelfingu. ★ Um skilningarvitin Þcgar einhvcr fullyrðir að hann hafi sex skilningarvit, tekur hann ekki mikið upp í sig. Algengast cr, að maður hafi tíu skilningarvit, og það cr ekkert óheil- brigt við þá, scm hafa allt að fimmtán skilningarvitum. Samkvæmt niðurstöðum vísindamann- anna, á maðurinn að gcta séð, heyrt, fundið bragð, fundið til, fundið lykt, greint á milli hita og kulda, stjórnað hreyfingum og stöðu líkamans, stjómað jafnvægi eða halla höfuðsins, fundið sársauka í hörundi, vöðvum og blóðæð- um. Ennfrcmur eru ósjálfráðar vitstöðv- ar, er stjórna hjartslætti, mcltingu, and- ardrætti o. fl. Lyktnæmt nef getur greint á milli meira en 6500 mismunandi ilmtegund- um, en bezti smakkari í heimi getur ekki gert greinarmun á epli og lauk eða lambakjöti og nautakjöti. Þú bragðar á þessu — eins og flestu öðru — mcð nefinu. Einu bragðtegundirnar, sem hægt er að greina, eru: súrt, beiskt, sætt og salt. Það er lyktin en ekki bragðið, sem í flestum tilfellum segir til um, hvort eitthvað sé ljúffengt eða ólystugt. Hitaskyn þitt er ekki eins fullkomið og þú kannt að halda. Þú getur sncrt ísmola og glóandi járn án þess að vera fær um að skilgreina hvort þú snertir, ef bundið er fyrir augu þér. — (Jobn Hix. — Physical Culture). 10 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.