Heimilisritið - 01.06.1952, Blaðsíða 18

Heimilisritið - 01.06.1952, Blaðsíða 18
aði bílinn. „Úr því yður finnst það, ætla ég að gera játningu,“ sagði hann ánægjulega. „Ég hefði getað ek- ið yður heim á fimm mínútum. Ég hefði ekki þurft að fara all- an þennan krók. Og þér skuluð ekki segja, að þér séuð hissa og skiljið ekki, hvers vegna ég hafi gert það, þér vitið það vel. Ég vil tala við yður, og ég átti ekki kost á því með öðru móti.“ „Um hvað viljið þér tala við mig?“ spurði Lintí kuldalega. „Þér hafið ef til vill heyrt, að ég hafi orð á mér fyrir að vera kvennabósi?“ spurði hann ró- lega. „Það hefur mér líka virzt,“ svaraði Lintí. „Þá það,“ sagði hann hæglát- lega og fékk sér sígarettu á þennan kæruleysiglega hátt, sem espaði hana meira en allt annað. „Afsakið — ég gleymdi að bjóða yður. Ekki? Jæja, það myndi heldur ekki fara yður vel með þennan móðgaða svip. Vit- ið þér, hver er öruggasta og fljótlegasta leiðin til að vekja athygli svona kvennabósa á sér. Það er með því að vera afund- in við hann.“ Lintí rétti úr sér og hvessti á hann augun. „Þér ímyndið yður þó víst ekki ...,“ byrjaði hún. JEREMY yppti öxlum. „Al- mennt er álitið, að þér haldið óvenju sniðuglega á spilunum gagnvart mér,“ sagði hann. „Hvað aðrir halda, skiptir ekki máli,“ sagði Lintí æst. En þér getið að minnsta kosti ekki misskilið mig. Ég held ég hafi látið yður finna eins vel og hægt er, að ég get ekki þolað yður.“ „Já, reyndar. Einmitt þess vegna er leikurinn svo spenn- andi,“ sagði hann. „Ég get ekki að því 'gert, að mér myndi þykja gaman að fá tækifæri til að tala dálítið við yður, svo ég gæti gert mitt bezta til að breyta áliti yð- ar á mér.“ Lintí datt allt í einu nokkuð í hug. „Ég gæti hugsað mér — sagði hún á báðum áttum. „Já — hvað?“ spurði hann á- kafur. „Mér datt í hug, að ég gæti kálað tveim flugum í einu höggi. Ef ég væri vingjarnlegri við yð- ur, myndi fólk ekki ætla mér jafn lítilmótlegt athæfi,- Það myndi halda, að mér stæði svo hjartanlega á sama um yður, að ég vildi ekkert tij. vinna að halda áhuga yðar vakandi. Og þér ...“ „Já, og hvað um mig?“ spurði hann og brosti — full borgin- mannlega. „Þér,“ sagði hún hægt, „mynd- 16 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.