Heimilisritið - 01.06.1952, Blaðsíða 33
að meira og það korraði í hon-
um eins og veikri skepnu. Ég
fann, að ég gat ekki staðizt þetta
stundinni lengur. Áður en mér
yrði ljóst, hvað ég hafðist að,
stóð ég við dyr hans og bank-
aði. ... Það var vasaklúturinn
minn, sem þér funduð á gólfinu
í herberginu yðar, Penbury, ég
hlýt að hafa misst hann þar.“
Hún þagnaði aftur og enn
tautaði Penbury: „Haldið á-
fram.“
Gamla konan sneri sér að hon-
um og leit á hann tryllingslegu
augnaráði. Calthrop var að því
kominn að detta niður af stóln-
um. Monty Smith fann að kald-
ur sviti rann niður eftir hálsi
hans. Bella neri saman höndun-
um, þess virtist helzt að vænta
að hún ræki þá og þegar upp
móðursýkisóp. Frú Mayton var
eins og steingervingur.
„Getið þér ekki hætt að taka
fram í fyrir mér!“ hreytti gamla
konan út úr sér.
Penbury vætti þurrar varirn-
ar með tungunni. Nokkra stund
prjónaði ungfrú Wicks af slíku
kappi, að glamraði í prjónunum.
Annað hljóð heyrðist ekki í stof-
unni. Að lokum hélt hún áfram
máli sínu og röddin var kynlega
hörð:
„Kom inn! sagði Wain. Og ég
gekk inn. Hann stóð við rúmið
og brosti við mér. Nú komið þér
víst enn til að kvarta undan
hóstanum í mér, sagði hann. Nei,
ég er komin til að binda endi
á hann, svaraði ég, og svo rak
ég stálprjóninn beint í hjartað
á honum — svona!“
Hún hóf upp beinabera hönd-
ina og rak prjóninn í gegnum
sessu.
í þessum svifum var barið á
útidyrahurðina. „Það er lögregl-
an!“ stundi Caltrop, en enginn
hreyfði sig. Nú voru útidyrnar
opnaðar. Þau heyrðu þungt fóta-
tak. ...
Og því næst heyrðu þau hóst-
ann í Wain.
„Nú kemur Wain heim,“ sagði
ungfrú Wicks brosandi. „Ég
heyrði hann líka hósta, þegar
hann fór út fyrir tíu mínútum.
... Þakka yður fyrir hjálpina,
Penbury. Þetta hristi upp í fólk-
inu. Mér leiddist jafninnilega og
öllum hinum.“ *
Rithöfundurinn: „Hvernig finnst yS-
ur slðasta skáldsagan min!“
Gagnrýnandinn (eftir langa þögnJ:
„Greinarmerkin eru fyrsta flokks."
Sankti Pétur: ,,Þú hefur logið of mik-
ið til þess að þú sleffir inn."
Fiskimaðurinn: ,jSýndu nú réttan
skilning, Pétur minn; þú hefur sjálfur
verið fiskimaður."
JÚNÍ, 1952
31