Heimilisritið - 30.05.1953, Blaðsíða 4
vegna frá því, hvílík áhrif mynd-
in hefSi haft á mig.
Maðurinn minn er bæði auS-
sveipur og ástúðlegur, en óskap-
lega jarðbundinn í hugsun.
,,Ertu enn aS hugsa um
þetta?“ sagði hann. ,,Nú, en
stúlkan í aðalhlutverkinu var svo
mikill bjáni, að það tekur engu
tali, Colette mín ! AS fleygja sér í
fangið á útlendingi, sem fer burt
fyrr en varir! taka ekkert tillit til
mannsins, sem elskar hana og vill
allt fyrir hana gera, slík stúlka
er ekki til annars en að hlæja
að. . .
Hann hélt lengi vel áfram að
útmála þessa þanka sína, og ég
viðurkenni það fúslega, að mér
var farið að þykja nóg um, þegar
við komum heim. Ég fór heldur
ekkert í felur með það, og við
komumst bæði í hálfgerða ólund.
Ég er viss um, að við hefðum
bæði gleymt þessu smáræði, ef
ekki hefðu farið á eftir atburðir,
sem vöktu þetta aftur til umhugs-
unar.
ARMAND hafði alveg frá því
hann var unglingur unnið hjá
heildverzlun, og þar sem hann
var bæði iðinn, áreiðanlegur og
framkvæmdasamur, var hann
kominn í öfundsverða ábyrgðar-
stöðu.
Nokkrum vikum eftir áSur-
nefnda bíóferð kom mjög þýSing-
armikill viSskiptavinur frá austur-
löndum til Parísar. Armand varð
strax allur í uppnámi, en ég varð
ekkert hissa á því. Ég var orðin
svo vön að sjá manninn minn
þungt hugsandi og taugaóstyrkan,
þegar svo bar undir — og yfir-
lætisfullan og smeð stórbokkabrag
á eftir, þegar viðskiptin hötðu
gengið að óskum.
En þessi herra Hassem, sem var
erindreki umfangsmikils austur-
lenzks fyrirtækis, hlýtur að hafa
verið óvenju mikilsverður við-
skiptavinur, því Armand, sem
lagði mikla áherzlu á að gera
honum allt til geðs, færði það í
tal við mig, að bjóða honum í
hádegisverS til okkar. Ég lét
hann heyra það á mér, að ég
væri ekki sérlega hrifin af hug-
myndinni. ,,í fyrsta lagi þekki ég
manninn ekkert . .
,,Já, en hann er ákaflega elsku-
legur. Bíddu bara þangað til þá
sérð hann !“
,,í öðru lagi veiztu, aS ég get
alls ekki talað um verzlunarvið-
fangsefni . . .“
,,En, góða Colette! . . . ViS
minnumst einmitt alls ekki á við-
skipti. Þú átt bara að spjalla við
hann um lífið í París, leikhús,
málaralist, músík og kvikmyndir.
Hann er mjög listelskur — ákaf-
lega kúltiveraður.“
2
HEIMILISRITIÐ