Heimilisritið - 30.05.1953, Blaðsíða 26
frænka, og yfirlögregluþjónninn.
Selesen sat við talsícnann og gaf
fyrirskipanir í ýmsar áttir.
Tveicnur klukkustundum síðar
kom lögregluþjónn með söku-
dólgana báða. Þau Köfðu aldrei
komizt neitt ýkjalangt á leið sinni
til Skotlands — en þar hefðu þau
getað gifzt án þess að hafa leyfis-
bréf. Pétur var fjarska barnaleg-
ur ásýndum og hræddur, en hann
mótmælti þessurn aðförum ein-
dregið, hvítur í framan af heift.
£g hélt, að Selesen myndi gefa
honum utan undir, en hann sneri
sér aðeins til frænda Péturs og
sagði: ,,Farið burtu með hann,
Stirling, og sjáið svo um, að hann
ónáði okkur ekki hérna oftar.“
Cynthiu var sagt að fara upp í
herbergið sitt. Þar fleygði hún
sér upp í rúm og hágrét. Ég stóð
við rúmbríkina hennar og gat
ekkert aðhafzt, hrædd og í raun-
inni eins og í leiðslu, þangað til
mamma kom upp og sagði, aS
það væri mál til komið, að við
héldum heim.
Morguninn eftir hringdi Cyn-
thia til mín í skrifstofuna.
,,Pabbi fer burtu með mig á
morgun. ViS eigum að fara í sigl-
ingu kringum hnöttinn og verðum
að heiman upp undir ár — get-
urðu hugsað þér annað eins!
Heilt ár, án þess að sjá Pétur, og
ég má ekki einu sinni skrifa hon-
um. Hins vegar hef ég fengið
leyfi til að skrifa þér, en pabbi
les áreiðanlega bréfin.“
,,En það gerir ekkert til,“ anz-
aði ég. ,,Þú skrifar bara ósköp
venjulegt bréf til mín og lofar
pabba þínum aS lesa það. SíSan
skrifar þú annað bréf til Péturs
og lætur það inn í umslagið til
mín. Ég skal áreiðanlega koma
því til skila.“
,,Ö, Janet, ætlarðu virkilega að
gera það ? Þá er þetta ekki alveg
eins slæmt og það lítur út fyrir.
Ég held bara, að hann pabbi sé
genginn af göflunum. Hann vill
ekki heyra Pétur nefndan á nafn
vegna þess, að hann á enga pen-
inga — rétt eins og við eigum
ekki nóg handa okkur öllum!
Og svo segir hann, að það sé ekki
einungis vegna peninganna, ef
Pétur hefði þá eitthvað annað
að gefa mér — nafnbót, eða ef
hann hefði til að bera einhverjar
sérstakar gáfur eða þesskonar,
sama hvað væri, bara hann hefði
„eitthvað viS sig“, eins og pabbi
kemst að orði.
,,ÞaS var og,“ sagði ég. ,,Eft-
ir fjögur ár verðurðu tuttugu og
eins. Og fjölmargt getur komið '
fyrir á fjórum árum. Pétur getur
orðið frægur — og, hvað sem
öðru líður, getur hann nurlað þaS
miklu saman, að þið getið gifzt
. . . ef þú kærir þig um hann.“
24
HEIMILISRITIÐ