Heimilisritið - 30.05.1953, Blaðsíða 20
NOK.K.RIR sjóliðar stóðu og
horfðu á eftir kafbátnum. Ungur
liðsforingi, sem annaðist varð-
gæzlu, gekk fram og aftur. Hvítt
leitarljós féll á kafbátinn. Hún
sá ,,V—70” með stórum, hvítum
stöfum.
Hún stóð og horfði. V—70 er
farinn! Hún hafði komið of seint.
Þessi sama setning fór gegnum
huga hennar, hvað eftir annað.
Tony var farinn — farinn burt
úr hennar lífi.
Hún sneri burt, en einhver
snart armlegg hennar. Það var
ungi liðsforinginn.
,,Þér eruð víst ekki frú Cart-
er ?“ spurði hann.
„Jú,“ svaraði hún.
Liðsforinginn kinkaði kolli.
„Carter höfuðsmaður sagðist
búast við, að þér kæmuð hing-
að.“ Hann tók eitthvað upp úr
vasa sínum. „En ef þér hefðuð
ekki komið, átti ég að senda þetta
til yðar.“
„Hver — hver, sögðuð þér ?“
„Foringinn á V—70 — Carter
höfuðsmaður."
Hann hafði þá verið hækkað-
ur í tign. Það var ekki furða, þótt
faðir hennar þættist geta útvegað
honum hækkun. Tony hafði þeg-
ar unnið til þess — með sínu eig-
in erfiði. Það höfðu verið liðs-
foringjajmerki á einkennisbún-
ingnum hans í dag, af því hann
hafði ekki haft tíma til að skipta
um. En þetta var það, sem hann
hafði langað til að segja henni
— þess vegna hafði hann orðið
svo reiður! Liðsforinginn rétti
henni silkivasaklút.
Hún tók hann sundur, fálm-
andi höndum, fór með hann und-
ir næsta ljósker, en gat þó varla
lesið.
,,Eg 0ar8 að flytja hafurtask,
mitt um bor<5 í V—70 síðdegis í
dag, annars hefði ég komið heim
og lokað munninum á þér — rrreð
kossi. Bíddu mín, Rau<5k°da!
kem eftir þrjár vikur!“
En það sjálfsöryggi! Skepna
gat hann verið ! Hann hafði ekki
eina sekúndu verið smeykur um,
að hann myndi missa hana. Hann
var alveg öruggur. Og hvað það
var líkt Tony! Hún gat hatað
hann fyrir það, en í stað þess hló
hún bara! Og svo fór hún að
gráta. Eitthvað hafði dottið úr
vasaklútnum niður í lófa hennar.
Það var flotahringur með bláum
demanti. Hún hélt honum upp
mót ljósinu og grét.
„Er nokkuð að ?“ spurði liðs-
foringinn.
„Nei, nei, ekkert,” sagði hún.
„Gerið mér aðeins þann greiða
að senda merki til skipstjórans á
V—70. Segið honum að skip-
stjórafrúin bíði!“ *
18
HEIMILISRITIÐ