Heimilisritið - 30.05.1953, Blaðsíða 9
þjáningarfullum hugsunum mín-
um.
,,Þú elskar mig ekki . . . þú
elskar mig ekki ... þú hefur
aldrei elskað mig . . .“
,,Colette. . . . Hvernig geturðu
sagt annað eins og þetta ?“
,,Og — ég skil ósköp vel. Þú
ætlaðir bara að skemmta þér dá-
lítið við mig — lenda í smá Par-
ísarævintýri í ferðalaginu — þú
heíur sjálfsagt átt þau fleiri.
Þægileg afþreying, ekki satt ?
Og nú, þegar það fer að verða
alvara í leiknum, sendirðu mig
vaíningalaust aftur í tilbreyting-
arsnauða broddborgaratilveru
mína . . .“
Hann tók mig í fað-m sér, og
gegn vilja mínum nötraði ég og
skalf um leið og hann snerti mig.
Hann virtist taka alvarlega á-
kvörðun.
,.Jæja þá,“ sagði hann.
..Hlustaðu á mig. . . . Við flýj-
urn ... já. Ég fer með Austur-
landahraðlestinni á laugardags-
kvöldið. Þú pantar líka farmiða,
og svo hittumst við í lestinni. Og
svo . . .“ Heill heimur af ósegj-
anlegri hamingju speglaðist fyrir
augum mér.
Þegar ég fór frá Hassem var
hjarta mitt gagntekið af vitstola
von, og ég flýtti mér heim til þess
að láta matinn á borðið. Armand
grunaði ekkert, en var hins vegar
f----------------------------------
í gestaboði
Gesturinn: „Skelfing er að
lilusta á þetta!“
Gestgjafinn: „Það er dóttir mín,
sem syngur."
Gesturinn: „Ég meina undir-
spilið.“
Gestgjafinn: „Það er konan
mín, sem spilar.“
Gesturinn: „Já, ekki pianóleik-
arinn, heldur músíkin."
Gestgjafinn: „Hana hef ég sjálf-
ur samið.“
---------------------------------J
\ sjöunda himni vegna þess hvað
hann hafði gert hagstæð við-
skipti, og í því sambandi minnt-
ist hann oft á Hassem.
SÍÐUSTU dagarnir liðu eins
og í draumi — ef til vill eins og
martröð. Já, það var martröð.
Angistarblandinn ótti gagntók
mig, og til þess að deyfa hugsun-
ina um ástkæra, góða og göfuga
manninn, sem ég ætlaði að yfir-
gefa, varð ég aftur og aftur að
fullvissa sjálfa mig um, að það
var hamingjan, ástin, uppfylling
heitasta tilgangs lífs míns, sem
beið mín þarna fyrir handan . . .
Eg hafði ekkert samband við
Hasse-m. Hann hafði hringt til
mín og sagt, að við skyldum ekki
hafa nein samskipti þangað til í
hraðlestinni.
Laugardagurinn — síðasti dag-
SUMAR, 1953
7