Heimilisritið - 30.05.1953, Blaðsíða 23

Heimilisritið - 30.05.1953, Blaðsíða 23
við þá tilhugsun, að Cynthia fari að búa í grennd við okkur aft- ur.“ Já, hugsaði ég með mér, þú vilt láta mig taka ákvörðunina. Segi ég nei, lítur út eins og ég sé hrædd. Segi ég já, þá er það ég, sem ber ábyrgðina á — ja því, sem ef til vill gæti skeð. Mig langaði til að spyrja Pétur, hvort tilfinningar hans til Cynthiu væru óbreyttar, en ég hafði ekki kjark til þess. £g hliðraði mér því hjá að svara beint. ,,Tölum heldur um þetta í kvöld,“ sagði ég. Þegar Pétur var farinn, fór ég inn í dagstofuna og tók til að þurrka af. Þetta er hlálegt allt saman, hugsaði ég, því nú var ég skyndilega orðin reið. Og hlá- legt hafði það reyndar verið. HIGH SHALFONT er sveita- þorp í Sussex, og við erum öll þrjú fædd þar og uppalin — Cynthia Selesen, Pétur Stirling og Janet Haviland. Pétur var for- eldralaus og bjó hjá frænda sín- um og frænku, ég bjó hjá móður minni, sem.var ekkja og hafði verið það frá því ég var fimm ára gömul. Húsin voru hvort öðru svipuð, virðuleg og vel við hald- in millistéttahús. En Cynthia átti heima í mjög fallegri byggingu, stílhreinu húsi í George-stíl uppi á hæð fyrir ofan þorpið; það bar ekkert nafn, en var alltaf kallað ,,Herragarðurinn“. Móðir Cyn- thiu lézt, þegar stúlkan fæddist, og Cynthia var alin upp hjá föður sínum, sem umgekkst hana eins og dýrling, ásamt heilum skara af þjónustufólki, sem allt kom fram við hana eins og drottningu. Þrátt fyrir aldursmuninn — en ég var þrem áru.m eldri en Cyntia og ári eldri en Pétur — urðum við óvenju góðir vinir. Pétur var heimagangur hjá okkur allan sól- arhringinn, og Cynthia kom ekki sjaldnar en hann; henni tókst jafnan að losna undan barnfóstr- unum og hjúkrunarkonunum, þegar hún vildi. Þegar ég var barn, mátti svo heita, að ég væri ófríð, og það var því ekki furða, þótt ég liti upp til Cynthiu. Hún var smá- vaxin og grönn með renglulega fætur, hunangsgullið hár og und- ursamleg græn augu, sem voru ofurlítið skásett eins og í kett- lingi. Um Pétur gegndi nákvæm- lega sama máli og mig — hann hlýðnaðist hverju smáræði sem henni þóknaðist og var mjög hrif- inn af henni. Þegar Cynthia var sextán ára, sendi faðir hennar hana í kvennaskóla í grennd við París. Hún var ár að heiman, og við söknuðum hennar ákaft. Eg var SUMAR, 1953 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.