Heimilisritið - 30.05.1953, Blaðsíða 63

Heimilisritið - 30.05.1953, Blaðsíða 63
að beita hnefunuin ef því væri að skipta.“ ,.Nú, hann virðist vera —“ hún hugsaði sig um ,,— spennandi.“ Hann hló. ,,Eg geri ráð fyrir að hann sé á borð við uppþornaða pipar- junku, og sjálfsagt hefur hann verið skóþurka annarra alla tíð. En vertu róleg. Þú hittir allt fólk- ið annað kvöld. Við förum þang- að í kvöldverðarboð.“ DALLl tilkynnti við morgun- verðarborðið daginn eftir, að hann þyrfti að fara til borgarinn- ar í viðskiptaerindum samdæg- urs. Petunia leit forviða á hann. ,,Er hún ljóshærð eða dökk- hærð, elskan ?“ spurði hún mein- lega. ,,Hún hefur rauðleitt hár, og því miður verður hún kyrr í sveit- inni,“ sagði hann. ,,Ég á brýnt erindi.“ ,,Þú kemur mér á óvart.“ Hún skotraði tortryggnislega til hans augunum. Ralph brosti ánægjulega. Til- hugsunin utn það, að losna við Dalla, þótt ekki væri nema um stund, gerði hann léttari í skapi. Frá því þeim hafði lent saman í herbergi Katrínar, hafði honum verið í nöp við hann. Það var líka ánægjulegt að heyra, að Dalli skyldi hafa einhver við- skipti að reka. Vera kynni að hann væri frændi hertogans af Marlington, en Ralph var mjög farinn að efast um að þessi vin- ur Petuniu væri fjárhagslega vel stæður. Þar af leiðandi var hann líka farinn að draga í efa, hvort ráðahagurinn væri eins æskileg- ur og hann hafði gert ráð fyrir. Petunia bauðst til að aka Dalla til járnbrautarstöðvarinnar í sport- bíl Ralphs, og Ralph leyfði það óbeinlínis með því að gera þá athugaseœd, að það væri mjög svo hugsunarsamt af henni. ,,Það verður heilmikið um að vera hjá okkur í kvöld,“ sagði Petunia við Dalla og lézt ekki heyra það, sem Ralph sagði. ,,Rawltonfólkið ætlar að fylkja liði hér í kvöld, og þar að auki einhver gestur, sem býr hjá þeim núna. Þú verður kominn fyrir kvöldið, er það ekki ?“ ,,Jú, áreiðanlega,“ sagði Dalli, og ánægjusvipurinn á Ralph hvarf. ,,Hvað áttu svona brýnt erindi í borgina ?“ spurði hún dálítið brúnaþung nokkru seinna, þegar þau sátu í bílnum á leið til Tee- ford. ,,Og það sem þýðingarmeira er, geturðu grætt eitthvað á því ? Eg er orðin þreytt á sveitalífinu og blessaðri fjölskyldunni minni. Ef við gætum bara skrapað sam- an einhverjum peninguim, tækist SU3.IAR, 1953 61
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.