Heimilisritið - 30.05.1953, Síða 63
að beita hnefunuin ef því væri
að skipta.“
,.Nú, hann virðist vera —“ hún
hugsaði sig um ,,— spennandi.“
Hann hló.
,,Eg geri ráð fyrir að hann sé
á borð við uppþornaða pipar-
junku, og sjálfsagt hefur hann
verið skóþurka annarra alla tíð.
En vertu róleg. Þú hittir allt fólk-
ið annað kvöld. Við förum þang-
að í kvöldverðarboð.“
DALLl tilkynnti við morgun-
verðarborðið daginn eftir, að
hann þyrfti að fara til borgarinn-
ar í viðskiptaerindum samdæg-
urs. Petunia leit forviða á hann.
,,Er hún ljóshærð eða dökk-
hærð, elskan ?“ spurði hún mein-
lega.
,,Hún hefur rauðleitt hár, og
því miður verður hún kyrr í sveit-
inni,“ sagði hann. ,,Ég á brýnt
erindi.“
,,Þú kemur mér á óvart.“ Hún
skotraði tortryggnislega til hans
augunum.
Ralph brosti ánægjulega. Til-
hugsunin utn það, að losna við
Dalla, þótt ekki væri nema um
stund, gerði hann léttari í skapi.
Frá því þeim hafði lent saman
í herbergi Katrínar, hafði honum
verið í nöp við hann. Það var
líka ánægjulegt að heyra, að
Dalli skyldi hafa einhver við-
skipti að reka. Vera kynni að
hann væri frændi hertogans af
Marlington, en Ralph var mjög
farinn að efast um að þessi vin-
ur Petuniu væri fjárhagslega vel
stæður. Þar af leiðandi var hann
líka farinn að draga í efa, hvort
ráðahagurinn væri eins æskileg-
ur og hann hafði gert ráð fyrir.
Petunia bauðst til að aka Dalla
til járnbrautarstöðvarinnar í sport-
bíl Ralphs, og Ralph leyfði það
óbeinlínis með því að gera þá
athugaseœd, að það væri mjög
svo hugsunarsamt af henni.
,,Það verður heilmikið um að
vera hjá okkur í kvöld,“ sagði
Petunia við Dalla og lézt ekki
heyra það, sem Ralph sagði.
,,Rawltonfólkið ætlar að fylkja
liði hér í kvöld, og þar að auki
einhver gestur, sem býr hjá þeim
núna. Þú verður kominn fyrir
kvöldið, er það ekki ?“
,,Jú, áreiðanlega,“ sagði Dalli,
og ánægjusvipurinn á Ralph
hvarf.
,,Hvað áttu svona brýnt erindi
í borgina ?“ spurði hún dálítið
brúnaþung nokkru seinna, þegar
þau sátu í bílnum á leið til Tee-
ford. ,,Og það sem þýðingarmeira
er, geturðu grætt eitthvað á því ?
Eg er orðin þreytt á sveitalífinu
og blessaðri fjölskyldunni minni.
Ef við gætum bara skrapað sam-
an einhverjum peninguim, tækist
SU3.IAR, 1953
61