Heimilisritið - 30.05.1953, Blaðsíða 41

Heimilisritið - 30.05.1953, Blaðsíða 41
vera lagleg, hugsaði Súsan, svona vel geta þau ekki leikið. En rétt í þessu heyrðist rödd Cecile frænku, skræk og dálítið æst. ,,Hvar eruð þið öll ?“ hrópaði hún. „Hérna uppi — í herbergi Súsan,“ svaraði frú Wellman. Cecile frænka kom þjótandi inn í herbergið án þess að sjá nokkuð. ,,María,“ spurði hún systur sína, ,,þú getur víst ekki lánað mér perlufesti ? Elísabet verður að hafa perlur við kjólinn sinn !“ Hún kinkaði kolli til cnágs síns. ,,Góðan daginn, John.“ ,,Ef þið farið að tala um föt, legg ég á flótta," sagði Wellman og brosti. Hann klappaði Súsan á handlegginn. ,,Þú lítur ljóm- andi vel út,“ sagði hann og fór. Cecile kom loksins auga á Sús- an. ,,Nei, en sá dásamlegi kjóll,“ sagði hún, ,,hefurðu saumað hann sjálf, María ? Þú ert ljómandi, Súsan!“ Súsan hleypti brúnum og færði sig ofurlítið undan. Systurnar litu undrandi á hana. ,,Hvað er að, Súsan ?“ spurði Cecile, ,,finnst þér ekki gott, að maður segi, að þú sért lagleg?“ Fyrst datt Súsan í hug að láta sem ekkert væri, en þær virtust bíða eftir svari. ,,Nei,“ sagði hún heit í kinnum, ,,því það er ég ekki. “ r-------------------------------' Gættu svipunnar Hrópaðu fruntalega fyrirskipun til einhvers, undirstrikaðu hana með rustalegri hótun, og þótt hann hlýði, mun hann fara að hugsa um leiðir til að óhlýðnast þér og klekkja á þér seinna. Skip- aðu börnum þínum að biðja bæn- irnar sínar, neyddu þau til að biðja — og þau eru ekki fyrr laus undan yfirráðum þínum en þau hætta að biðjast fyrir. Hin áhrifamesta fyrirskipun livers eins, er gott fordæmi; það krefst aldrei raddbeitingar né hótunar um refsingu. Næst, þegar þú ætl- ar að láta freistast til að gefa hörkulegar fyrirskipanir um að framkvæma eitthvað, skaltu því vera hörkulegur við sjálfan þig og framkvæma það sjálfur. Að aga sjálfan sig er að aga aðra; að beina sjálfum sér frá sér sjálf- um er að mennta mannkynið. James T. Mangan. ._______________________________/ ,,Hvað er nú ?“ sagði mamcna hennar. ,,Þú lítur prýðilega út, ekki satt, Cecile ?“ ,,Alveg prýðilega,“ svaraði frænkan. ,,Eg hef aldrei vitað annað eins, — stúlka, sem vill ekki heyra, að hún sé lagleg." En hvað hún er fölsk, sagði Súsan við sjálfa sig, og hugsaði til örvæntingarinnar, sem hafði kvalið hana síðustu vikurnar. ,,£g kæri mig ekkert um, að þú SUMAR, 1953 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.