Heimilisritið - 30.05.1953, Síða 41
vera lagleg, hugsaði Súsan, svona
vel geta þau ekki leikið. En rétt
í þessu heyrðist rödd Cecile
frænku, skræk og dálítið æst.
,,Hvar eruð þið öll ?“ hrópaði
hún.
„Hérna uppi — í herbergi
Súsan,“ svaraði frú Wellman.
Cecile frænka kom þjótandi
inn í herbergið án þess að sjá
nokkuð. ,,María,“ spurði hún
systur sína, ,,þú getur víst ekki
lánað mér perlufesti ? Elísabet
verður að hafa perlur við kjólinn
sinn !“ Hún kinkaði kolli til cnágs
síns. ,,Góðan daginn, John.“
,,Ef þið farið að tala um föt,
legg ég á flótta," sagði Wellman
og brosti. Hann klappaði Súsan
á handlegginn. ,,Þú lítur ljóm-
andi vel út,“ sagði hann og fór.
Cecile kom loksins auga á Sús-
an. ,,Nei, en sá dásamlegi kjóll,“
sagði hún, ,,hefurðu saumað hann
sjálf, María ? Þú ert ljómandi,
Súsan!“
Súsan hleypti brúnum og færði
sig ofurlítið undan. Systurnar
litu undrandi á hana. ,,Hvað er
að, Súsan ?“ spurði Cecile,
,,finnst þér ekki gott, að maður
segi, að þú sért lagleg?“
Fyrst datt Súsan í hug að láta
sem ekkert væri, en þær virtust
bíða eftir svari. ,,Nei,“ sagði hún
heit í kinnum, ,,því það er ég
ekki. “
r-------------------------------'
Gættu svipunnar
Hrópaðu fruntalega fyrirskipun
til einhvers, undirstrikaðu hana
með rustalegri hótun, og þótt
hann hlýði, mun hann fara að
hugsa um leiðir til að óhlýðnast
þér og klekkja á þér seinna. Skip-
aðu börnum þínum að biðja bæn-
irnar sínar, neyddu þau til að
biðja — og þau eru ekki fyrr
laus undan yfirráðum þínum en
þau hætta að biðjast fyrir. Hin
áhrifamesta fyrirskipun livers
eins, er gott fordæmi; það krefst
aldrei raddbeitingar né hótunar
um refsingu. Næst, þegar þú ætl-
ar að láta freistast til að gefa
hörkulegar fyrirskipanir um að
framkvæma eitthvað, skaltu því
vera hörkulegur við sjálfan þig
og framkvæma það sjálfur. Að
aga sjálfan sig er að aga aðra;
að beina sjálfum sér frá sér sjálf-
um er að mennta mannkynið.
James T. Mangan.
._______________________________/
,,Hvað er nú ?“ sagði mamcna
hennar. ,,Þú lítur prýðilega út,
ekki satt, Cecile ?“
,,Alveg prýðilega,“ svaraði
frænkan.
,,Eg hef aldrei vitað annað
eins, — stúlka, sem vill ekki
heyra, að hún sé lagleg."
En hvað hún er fölsk, sagði
Súsan við sjálfa sig, og hugsaði
til örvæntingarinnar, sem hafði
kvalið hana síðustu vikurnar.
,,£g kæri mig ekkert um, að þú
SUMAR, 1953
39