Heimilisritið - 30.05.1953, Blaðsíða 16

Heimilisritið - 30.05.1953, Blaðsíða 16
hitti þig, hélt ég — hélt ég, að við ættum að halda reglulegt liðs- foringjabrúðkaup. Það var kann- ske bjánalegt af mér að halda það. Sverðgöng og henmanna- vörður og allt það —“ hún þagn- aði. ,,En við hlupum bara burt saman. Eyddum brúðkaupsnótt- inni í ferðamannatjaldi.“ ,,Það var allt í lagi!“ ,,Svo þegar við fluttum til Cor- ondo, gaf pabbi okkur yndislegt hús með fimmtán herbergjum með húsgögnum og öllu tilheyrandi í brúðargjöf. Þú vildir skila hon- um því aftur. Þegar hann vildi ekki taka við því, seldir þú það og gafst peningana í stríðshjálp- arsjóðin. Við fluttum í lítið hreysi!“ Þau fáu kvöld, sem hann var í landi — þessir dásamlegu, dýr- mætu, stolnu tímar — þá var hann að vinna ! Og þegar hann var farinn, voru kvöldin glötuð. Hún hafði grátbeðið hann um að láta föður hennar nota áhrif sín í Washington til að flýta fyrir frama hans. En hann var ósveigj- anlegur. ,,Ég vil komast áfram með erfiði.“ Með erfiði! Hann var liðsforingi þá, og hann var enn liðsforingi. Hann hafði ekki annað upp úr öllu sínu erfiði en óhreinindin undir nöglunum ! ,,Hér í Honolulu,“ hélt hún áfram, ,,höfðum við ekki efni á að búa í Waiki, og við fluttum í litlu íbúðina í Pungawl. Reyr- húsgögn, ein japönsk vinnu- stúlka.“ ,,Sumar liðsforingjakonur hafa alls enga stúlku.“ Þetta var vonlaust, og hún flýtti sér að komast að efninu. „Pabbi talaði hingað í fyrri viku gegnum útvarpssíma. Hann sagðist hafa talað við þig. Það var viðvíkjandi stöðu á flaggskipi hjá Schaeffer flotaforingja.“ Hún hækkaði röddina. „Hækkun upp í höfuðsmannstign. Þjónusta í orustuskipadeildinni. Þú hafnað- ir því með kulda. Þú þakkaðir ekki einu sinni fyrir.“ Augu Tony urðu heit. „Heldurðu að ég taki við stöðu á þennan hátt ?“ „Af hverju ekki?“ sagði hún æst, ,,þú hefur unnið nótt og dag í tvö löng ár, og hvað hefurðu haft upp úr því ? Eg hélt, að þú vildir gjarnan verða höfuðsmað- ur.“ Hún þagnaði. „Mundu hverju þú lofaðir mér, góði! Þú ætlaðir að kaupa mér flotahring með bláum demanti daginn, sem þú yrðir höfuðsmaður. Það átti að gera mig að skipstjórafrú ævi- langt, sagðir þú. Ó, þú gerðir svo fallegar ráðagerðir--------“ „Kata, heyrðu nú------------“ „Nei, það gagnar ekkert. Þú situr fastur í leðjunni, herra skáti. 14 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.