Heimilisritið - 30.05.1953, Blaðsíða 16
hitti þig, hélt ég — hélt ég, að
við ættum að halda reglulegt liðs-
foringjabrúðkaup. Það var kann-
ske bjánalegt af mér að halda
það. Sverðgöng og henmanna-
vörður og allt það —“ hún þagn-
aði. ,,En við hlupum bara burt
saman. Eyddum brúðkaupsnótt-
inni í ferðamannatjaldi.“
,,Það var allt í lagi!“
,,Svo þegar við fluttum til Cor-
ondo, gaf pabbi okkur yndislegt
hús með fimmtán herbergjum með
húsgögnum og öllu tilheyrandi í
brúðargjöf. Þú vildir skila hon-
um því aftur. Þegar hann vildi
ekki taka við því, seldir þú það
og gafst peningana í stríðshjálp-
arsjóðin. Við fluttum í lítið
hreysi!“
Þau fáu kvöld, sem hann var í
landi — þessir dásamlegu, dýr-
mætu, stolnu tímar — þá var
hann að vinna ! Og þegar hann
var farinn, voru kvöldin glötuð.
Hún hafði grátbeðið hann um að
láta föður hennar nota áhrif sín
í Washington til að flýta fyrir
frama hans. En hann var ósveigj-
anlegur. ,,Ég vil komast áfram
með erfiði.“ Með erfiði! Hann
var liðsforingi þá, og hann var
enn liðsforingi. Hann hafði ekki
annað upp úr öllu sínu erfiði en
óhreinindin undir nöglunum !
,,Hér í Honolulu,“ hélt hún
áfram, ,,höfðum við ekki efni á
að búa í Waiki, og við fluttum
í litlu íbúðina í Pungawl. Reyr-
húsgögn, ein japönsk vinnu-
stúlka.“
,,Sumar liðsforingjakonur hafa
alls enga stúlku.“
Þetta var vonlaust, og hún flýtti
sér að komast að efninu.
„Pabbi talaði hingað í fyrri
viku gegnum útvarpssíma. Hann
sagðist hafa talað við þig. Það
var viðvíkjandi stöðu á flaggskipi
hjá Schaeffer flotaforingja.“ Hún
hækkaði röddina. „Hækkun upp
í höfuðsmannstign. Þjónusta í
orustuskipadeildinni. Þú hafnað-
ir því með kulda. Þú þakkaðir
ekki einu sinni fyrir.“
Augu Tony urðu heit.
„Heldurðu að ég taki við stöðu
á þennan hátt ?“
„Af hverju ekki?“ sagði hún
æst, ,,þú hefur unnið nótt og dag
í tvö löng ár, og hvað hefurðu
haft upp úr því ? Eg hélt, að þú
vildir gjarnan verða höfuðsmað-
ur.“ Hún þagnaði. „Mundu
hverju þú lofaðir mér, góði! Þú
ætlaðir að kaupa mér flotahring
með bláum demanti daginn, sem
þú yrðir höfuðsmaður. Það átti
að gera mig að skipstjórafrú ævi-
langt, sagðir þú. Ó, þú gerðir
svo fallegar ráðagerðir--------“
„Kata, heyrðu nú------------“
„Nei, það gagnar ekkert. Þú
situr fastur í leðjunni, herra skáti.
14
HEIMILISRITIÐ