Heimilisritið - 30.05.1953, Blaðsíða 40
snöggvast fannst henni sem ínóðir
hennar brosti ofurlítiS með sjálfri
sér.
ELlSABET reyndist sannspá
— drengirnir gátu ekki komið sér
að því að bjóða stúlkunum, og
kennararnir höfðu því þá skipan
á, að allir skyldu koma, hver fyr-
ir sig. Það var léttir fyrir Súsan,
en nú fór hún að kvíða því, að
hún myndi ékki fá að dansa. Ef
hún yrði nú að sitja allt kvöldið
— það væri hræÖilegt!
Á hinn bóginn gat hún heldúr
ekki að því gert, að láta- sig
dreycna uj.ti dansleik, þar sem
Mike dansaði við hana — jafn-
vel oft.
Það var undarlegt með Mike.
Þrátt fyrir Cecile frænku og speg-
ilinn og hennar eigin sannfæringu
um, að hún væri ljót, fannst
henni oft sem honum geðjaðist
vel að henni. Hann hafði oft tal-
að við hana — síðan þessa hræði-
legu uppljóstran — en í hvert sinn
hafði hún farið svo hjá sér, að
hún gat varla svarað. Eins og um
daginn, þegar hann leit á hana
og spurði: ..Kemurðu á knatt-
spyrnukappleikinn á laugardag-
inn ?“ Hún hristi höfuðiö, án
þess að gefa nokkra skýringu á
því, hvers vegna hún kæmi ekki,
en hún kom ekki út úr sér orÖun-
um, og svo hafði Elísabet komið
til þeirra, og Mike hafði kvatt og
fariÖ.
,,Hvað er að honum ?“ spurði
Elísabet og horfði á eftir hon-
um.
O, ekki neitt, hefði Súsan vilj-
að sagt hafa, en hún yppti öxlum
og fór að tala u-m eitthvað ann-
að.
Svo kom ballkvöldið, og Súsan
var miður sín af taugaóstyrk.
,,Þú verður reglulega lagleg,“
hafði m.amma hennar sagt hvað
eftir annað, þegar þær mátuðu
nýja kjólinn. Til að hughreysta
mig, hugsaði Súsan. Ma-mma var
sjálf svo lagleg, að hún gat ekki
skilið, hvernig það var að vera
ljót.
,,FarÖu í kjólinn, Súsan, mig
langar svo að sjá, hvernig hann
fer þér.“
,,Já, látum okkur sjá prinsess-
una,“ sagði faðir hennar, sem
kom inn í sama bili. Súsan fékk
kökk í hálsinn. Hún vonaði. að
hún myndi líta só-masamlega út.
Mamma færði hana í kjólinn,
setti ofurlítið rautt á varir henn-
ar og púður á nefið. ,,Jæja,
pabbi,“ sagði hún og steig skref
aftur á bak, ,,hvernig lízt þér á
hana dóttur þína?“
Hann blístraði lágt. ,,Alveg
hægt að eta hana.“
Raddir þeirra voru lágar og
ánægjulegar. Eg hlýt næstum að
.38
HEIMILISRITIÐ