Heimilisritið - 01.08.1953, Blaðsíða 16

Heimilisritið - 01.08.1953, Blaðsíða 16
sem hún hafði reyndar sjálf kennt honum. A eftir dansaði hún við Donald og hældi honunri sem afburða dansherra á hvert reipi. Þegar Donald fór andartak frá borðinu til þess að biðja hljóm- sveitina að spila ,,Ung ást“, not- aði Max taekifærið og hvíslaði: ,,Skjall er gott, en láttu það ekki ganga út í öfgar. Jafnvel Donald getur þá séð, hvar fiskur liggur undir steini.“ ,,Eg. er alls ekki byrjuð að skjalla hann ennþá,“ sagði Kata. ,,Hingað til hef ég ekki sagt ann- að en hreinan og kláran sannleik- « « ann. Max kvaddi þau fyrir utan sín- ar eigin dyr og lét þau halda ein áfram upp til Kötu. Hann þurfti að fá sinn svefn. En þegar hann var kominn í rúmið, gat hann ekki sofnað, þótt ekkert truflaði hann. Það heyrðist ekki minnsta hljóð úr íbúðinni uppi, engin grammófónimúsík, engar raddir — ekkert, sem benti til þess, að hjónaleysin hefðu eitthvað skyn- samlegt fyrir stafni. Það var fyrst klukkan langt gengin tvö, þegar hann hafði heyrt Donald læðast niður stigann, að hann sofnaði. Morguninn eftir fór hann á fæt- ur í versta skapi og hélt til skrif- stofunnar. Sólin skein, en hann sá það ekki. Fuglarnir sungu, en hann heyrði það ekki. Blindur og heyrnarlaus sat hann við skrif- borðið, þegar Euphronia Addi- son, miðaldra skáldkona, sem ný- lega hafði skrifað metsölubók, kom inn með hringlandi armbönd uim úlnliðina. ,,Chaffee,“ sagði hún í bænar- rómi, ,,þér verðið að hjálpa mér til að finna einhvern einfeldning, sem vill kaupa húsið mitt. Eg keypti það, þegar ég fékk pen- inga, af því ég hélt að það væri fínt að búa í sveitinni. En ég er óforbetranleg. Eg get ekki án steinlögðu götunnar verið.“ ,,Lýsið því,“ sagði Max stutt- ur í spuna. ,,Hræðilegur, gamall, róman- tfzkur kassi langt fyrir utan lands- ins lög og rétt og með alltof stór- an garð. En öllu er vel viðhaldið og húsið er með öllum þægind- um. Og svo er grasflöt, sem er tilvalinn leikvöllur fyrir börn og hunda. Er að furða þó mér flökri við þessu ?“ Max fékk hugmynd. ,,Það er hugsanlegt, að ég geti hjálpað yð- ur,“ sagði hann. ,,Haldið þér í raun og veru, að þér þekkið nokkurn, sem er svo vitlaus að kaupa húsið ? Chaffee, þér eruð duglegasti lögfræðingur- inn í allri New York !“ Eftir klukkustundar þjark um verð og skilmála, skrifaði Max 14 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.