Heimilisritið - 01.08.1953, Blaðsíða 63

Heimilisritið - 01.08.1953, Blaðsíða 63
gruna, hver Kári vseri í raun og veru, ekki sízt eftir getgátuglósur þær, sem Petunia hafði látið falla í hans garð. ,,Þér segið þeim ekki frá því, Kovan. Svo ódrengilega getið þér ekki komið fra*rn.“ ,,Ég held ég sé ekki ódrengi- legur,“ sagði hann seinmæltur. Hann bætti við eftir stutta þögn : ,,En það hefur margt gengið móti mér að undanförnu. 1 fjármálum á ég við. Naeturklúbburinn, sem ég stjórnaði, fór á hausinn. Ef Petunia hefði ekki boðið mér hingað, myndi ég ekki hafa átt fyrir herbergi og mat í vikutíma." Hann bætti við og andvarpaði: ,,Það er auðvitað ekki af því að þetta komi málinu nokkuð við.“ Hún var hugsi um stund. Hún gerði sér engar háar hugmyndir um hann. Hún þekkti hann líka. Beisk reynsla af þeirri mannteg- und, sem algengt er að hitta á lúxushótelum, hafði kennt henni, hvernig koma átti fram við slíka fugla. Hún stóð upp, gekk að skápnum í horninu og opnaði hann. Svo rétti hún honum eitt af demantsarmböndunum, sem Ralph hafði nýlega séð á hand- legg hennar. ,,Ég er ekki að múta yður til að þegja, Kovan,“ sagði hún, ,,en ef þér viljið fá þetta arm- band til að veðsetja, þangað til þér eruð betur fjárhagslega stadd- ur. . . .“ Hann tók ekki strax við því. Hann strauk vangann hugsi. Armbandið virtist vera afar dýr- mætt;— hundrað punda virði eða meira. En hvað gat hann hins vegar fengið hjá frú Manton, fyrir þær upplýsingar, sem hann gat veitt henni ? Skyndilega kom örlítið glott á varir honum. Hvers vegna var hann allt í einu orðinn svona smáborgaralegur ? Það sak- aði ekki að þiggja armbandið; hvað hann kynni að segja frú Manton seinna, ef honum sýndist svo, var annað m.ál. ,,Fallega gert af yður,“ sagði hann og lét armbandið í vasann ofur eðlilega, eins og það væri engin nýlunda hjá honum, að þiggja dýrmætar gjafir af kven- fólki. ,,Mjög fallegt af yður, ung- frú Manton." Hann tók í hönd hennar, laut niður og kyssti á handarbakið. ,,Þér vetið verið al- veg róleg, ég skal ekki gera yð- ur neinn óleik, ekki að minnsta kosti í þessu húsi.“ Hann fór út úr herberginu og gekk niður. Honurn datt í hug, hvort Ralph myndi vísa honum á dyr, út af þessum árekstri, en þótt Ralph léti sem hann sæi hann ekki það sem eftir var dags- ins, var ekkert minnzt á atburð- inn. Dalli fékk þá hugmynd um ÁGÚST, 1953 61
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.