Heimilisritið - 01.08.1953, Blaðsíða 4

Heimilisritið - 01.08.1953, Blaðsíða 4
var líka hægt að fá leigð tvö her- bergi og eldhús fyrir hundrað krónur á rnánuði. Við vorum ákaflega hamingju- söm. Ásta var yndisleg kona, og ég dáði hana takmarkalaust. Það var dásamlegt að koma heim á kvöldin. Alltaf var maturinn til- búinn á mínútunni sjö, og á eftir hjálpaði ég Ástu að þvo leirinn. Á sunnudögum flysjaði ég meira að segja kartöflurnar alveg mögl- unarlaust, já, ég söng oft á með- an. (Gleymið því ekki að ég var mjög ástfanginn). Ég hafði yndi af að snúast í eldhúsinu og gerði alla mögulega og ómögulega hluti. Það var að- eins eitt, sem var að; — búrhníf- urinn var alltaf bitlaus. — Ég get ekki skorið kjötið tueð þessum hníf, sagði Ásta dá- lítið ergileg, — þú verður að brýna hann. Jú, jú, það stóð ekki á því að ég reyndi, en það bar lítinn á- rangur. Ásta reyndi líka, en það fór á sömu leið. Mér fannst það ekk- ert undarlegt, því auðvitað kunni Ásta ekki heldur að skrökva. Svo byrjaði Éríða að vinna í skrifstofunni. Éríða var ákaflega glæsileg ung stúlka, há og grönn með b'rúnt stuttklippt hár og grænblá augu. Éríða var ekki búin að vinna lengi í skrifstof- unni, þegar öllum var það ljóst, að hún veitti mér meiri athygli en hinum skrifstofumönnunum. Þetta snart hégómagirnd mína, og ég fór að halda mér meira til en áður, buxurnar mínar voru aldrei nógu vel pressaðar og flibb- arnir á skyrtunum aldrei nógu stífir og hvítir, og hvað eftir ann- að stóð ég sjálfan mig að því að vera í huganum að bera þær Ástu og Éríðu saman. Þegar ég horfði á Ástu vera að sýsla um í eldhúsinu í rósótta snotra morgunkjólnum sínum og ljósa hárið vandlega greitt í reglu- legar bylgjur, vissi ég oft ekki fyrr en ég sá Éríðu standa á sama stað, klædda í aðskornu, grænu peysuna og brúna pilsið og með brúna stutta hárið, sem aldrei virtist hafa komizt í kynni við greiðu. Og einu sinni sagði ég við Ástu áður en ég vissi af : — Ásta, hefir þú aldrei haft mjög stuttklippt hárið ? — Nei, sagði Ásta dálítið ann- ars hugar og hélt áfram að telja umferðirnar á peysunni, sem hún var að prjóna handa mér. En svo var eins og áhugi hennar vaknaði allt í einu og hún leit á mig og sagði: — Hvers vegna spyrðu ? En þá var mér orðið ljóst að ég hafði hætt mér of langt og flýtti mér að segja: — O, ekki af 2 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.