Heimilisritið - 01.08.1953, Blaðsíða 40
vinna við það, ætti ég að þegja.
Það er mér fullljóst. En í kvöld
langar mig til að skemmta mér.
Það er allt og sumt. Mig langar
til---------“
„Til hvers langar þig Ben ?“
,,Mig langar til að gleyma
þessu öllu,“ sagði hann, og var
allt í einu orðinn byrstur í mál-
rómi. ,,Er nokkuð athugavert við
það ?“
,,Það fer eftir því, hvaða að-
ferð þú notar til þess,“ sagði
Dollý.
Ben spurði ekki, hvað hún ætti
við. Hún beið, en hann gerði ekki
minnstu tilraun til að svara.
Hún ákvað með sjálfri sér, að
hún skyldi gera heiðarlega tilraun
til að skernmta sér. En færi svo,
að henni væri það ekki kleift,
hafði hún upphringingu frú
Hupple í bakhöndinni.
Hún tók við vindlingi, sem Ben
bauð henni, kveikti í honum og
hugsaði málið. Yrði það hlut-
skipti hennar að sitja úti í horni
og fylgjast með fracnferði Kitzýar
og Bens, myndi hún segja, þeg-
ar frú Hupple væri búin að
hringja: „Heyrðu Ben, frú
Hupple er orðin óþolinmóð, litla
barnið er alltaf að gráta.“ Eða:
„Stevi er með hlustarverk,” eða :
,,Davi er með hita.“ Það skipti
raunar engu máli, hvernig hún
orðaði það, meira máli skipti.
hvernig framhaldið yrði —. ,,Það
er auðvitað engin hætta á ferð-
um,“ myndi hún segja, ,,en það
er bezt að ég fari heim. £g er
hvort sem er orðin þreytt. Ef þú
skemmtir þér vel, er ekkert því
til fyrirstöðu að þú verðir eftir."
Með þessu móti myndi hún fá
að vita vissu sína. Ovissan var
verri en allt annað. Eins og sak-
ir stóðu, braut hún heilann um,
hvort þau Kitzý og Ben hittust á
laun, eða hvort þau hefðu í
hyggju að gera það. Henni myndi
líða betur heima, þar gæti hún
að minnsta kosti fengið útrás fyr-
ir gremju sína -með því að gráta
—- eða sparka í húsgögnin.
Ef Ben kysi heldur að fara
heim með henni, þá myndi hún
segja honum sannleikann á leið-
inni heim. Hann yrði auðvitað
hneykslaður, en hún myndi vera
svo iðrandi að hann hlyti að fyr-
irgefa henni.
En ef hann vildi heldur vera
eftir ? Ef hann reyndi að dylja
feginleika sinn og segði, að ef
hún væri áhyggjufull, yrði hún
víst að fara ?
Þau voru næstum komin að
húsi Harolds. Dollý leit út um
bílrúðuna.
,,Þarna geturðu lagt bílnum,“
sagði hún og benti á autt svæði
milli vörubifreiðar og splunku-
nýrrar einkabifreiðar.
38
HEIMILISRITÍÐ