Heimilisritið - 01.08.1953, Blaðsíða 61
á lögregluna.“
,.HvaS svo sem þér hafið í
hyggju að gera, þá er bezt fyrir
ySur að fara út héðan núna,“
sagði hún einbeittnislega. ,,MaS-
urinn fninn getur komið þá og
þegar, og þó hann sé af tilviljun
starfsmaður hjá yður þessá stund-
ina, þá hefur hann góða æfingu
í hnefaleikum.“
,,Allt í lagi meS þaS.“ Hann
brosti. ,,Ég sendi hann til Tee-
fords imeð bréf í póst. Hann kem-
ur ekki aftur fyrr en eftir kaffi-
tíma í fyrsta lagi. Og á cneðan
datt mér í hug að við gætucn haft
það notalegt saman."
Hún stóð þarna andspænis
honum með scnágerðar hendurn-
ar saman krepptar, og brjóstið
bilaðist ótt og títt.
,,Farið þér út, heyrið þér það ?
Ut með yður !“
,.ÞaS er svo fjarri því að ég
ætli að fara.“ Hann gekk skrefi
nær henni. ,,Ég fer ekki fyrr en
ég hef fengið einn eða tvo kossa.
Svona nú — enga vitleysu."
Hann þreif um úlnlið hennar;
hann þrýsti henni að sér, en um
leið rak hún upp óp. ÞaS varð
lágt óp, því hann tók fyrir munn
hennar. En það var ópiS, sem
Dalli heyrði og olli því að hann
gekk inn ganginn og inn í her-
bergi hennar.
,,Ég hélt mig heyra kallað,"
sagði hann. ,.Ég hélt kannske
. . .“ Hann leit mjög undrandi á
Ralph. ,,0 — fyrirgefið," sagði
hann. ,,Er ég að gera einhvern
óskunda ?“
Ralph sneri sér að honum rjóð-
ur og reiður.
,,HvaS á það að þýða að vera
hér á gægjum ? Sjáið þér ekki ^S
þér eruð óvelkominn ?“
Dalli hreyfði sig ekki.
,,Ég er að bíða eftir því aS ung-
frúin biðji mig að fara.“
, .Þetta kemur yður fjandann
ekkert við,“ hrópaði Ralph ofsa-
reiður. ,,KomiS yður út!“
,,Ég vil að þið fárið bá&ir út,“
sagði Katrín lágt.
,,Þetta er víst rétta lausnin,
Ralph," sagði Dalli. ,,Ég hugsa
að þér kærið ySur ekki um að
móðir yðar frétti af þessu, og þér
sjáið, að ungfrúin hefur mig sem
vitni að því, að hún óskar ekki
eftir viðtali við yður á þessari
stundu."
Ralph leit illilega til hans og
gekk út úr herberginu. Hann
kærði sig vissulega ekki um að
móðir hans heyrði um þetta.
Hann langaði ekki heldur til þess
að þetta bærist til eyrna Jones
heldur. Hann var ekki árennileg-
ur, pilturinn sá. ÞaS var hreint
ekki ósennilegt, sem Katrín hafði
sagt, að hann væri fær í hnefa-
leikum.
ÁGÚST, 1953
59