Heimilisritið - 01.08.1953, Blaðsíða 13
handa Kötu, en þegar hann sá
Max, stirðnaði á honum drengja-
brosið.
,,Kærðu þig kollóttan um
hann,“ sagði Kata. ,,Hann býr
hérna niðri og kecnur um leið og
hann finnur kjötlykt. Þar að auki
vill hann heldur þær ljóshærðu.“
Borðið var skreytt með blóm-
um og kertaljósum; kristalli og
silfri ægði saman, og sósan var
guðdómleg. Eftir því sem á mál-
tíðina leið varð Donald hrifnari
og hrifnari á svipinn. Max komst
að raun urn það, sér til ánægju,
að maðurinn hafði ágætt vit á
boltaleik og játaði með sjálfum
sér, að þetta myndi vera prýðis-
piltur. Það yrði ekki ógaman að
heimsækja þau Kötu og hann,
þegar þar að kæmi. En allt í einu
leit Kata á úrið.
,,Jæja, Donald, nú verðum við
að fara,“ sagði hún. ,,Max, þú
þværð upp, er það ekki ? Þú ert
svo mikið yndi.“
Morguninn eftir, þegar Max sat
í skrifstofu sinni, átti hann erfitt
með að einbeita huganum að
verkinu. Hann var feginn því,
þegar hann var ónáðaður með
því að barið var að dyrum, og
Nadína, ljóshærð, fríð og skart-
leg sigldi inn.
,,Max, ég þarf á 500 dollurum
að halda,“ sagði hún hásri rödd,
sem hún hafði æft í sjónvarpið.
,,Mig vantar armband. 1 sjón-
varpinu lítur það út fyrir að kosta
eina 5000 bleðla.“
,,Elsku Nadine,“ sagði Max
alúðlega. ,,Ég er búinn að sýna
þér fram á, að þ.ú hefur tæmt
kassann. Þú átt ekki eyri afgangs
það sem eftir er mánaðarins."
Bráhárin á Nadine sveifluðust
hættulega. ,,Max, ég vil eignast
þetta armband !“
,,Við skulum borða hádegis-
verð saman,“ sagði hann. ,,Þá
getum við rabbað um það.“
Meðan þau fengu sér í gogg-
inn, gerði hann heiðarlegar til-
raunir til þess að leiða hana í
þann sannleika, að nauðsynlegt
væri að eyða ekki yfir efni fram
— þótt hann loks að kaffinu
loknu klappaði henni á handar-
bakið og skrifaði andvarpandi
500 dollara ávísun til hennar.
Þegar þau skildu að lokum, fór
hann heim, ákveðinn í því að
heicnsækja Kötu ekki. En hann
var varla kominn inn úr dyrun-
um, þegar hún kom niður til
hans.
,,Hvað hefurðu gert af búr-
hnífnum mínum ?“ spurði hún á-
sakandi.
Hann varð að fylgjast með
henni upp til þess að hjálpa henni
að leita, og seint og síðar meir
fundu þau hann uppi á stórum
skápi. Hann gat hreint ekki skil-
ÁGÚST, 1953
11