Heimilisritið - 01.08.1953, Blaðsíða 65
var biturleikahreimur í rödd
hennar. , ,£g hlýt að telja þetta
heiður fyrir mig.'* Hún hneigði
sig lítið eitt. ,,Má bjóða þér
sæti ?“
En hann settist ekki.
,,Ég fann eitt þessara demants-
armbanda þinna í vasa Dalla
Kovans, þegar ég var að taka til
hjá honum í dag,'" sagði hann.
Það varð þögn.
,,Jæja, gerðirðu það ?“
Rödd hans varð lágróma og*
heiftarleg: ,,/Etlarðu ekki að
bjóðast til . að gefa neina skýr-
ingu ?“
,,Er ég beðin um það ?“
,,Þú veizt vel, að þú ert ekki
beðin um neina fjandans skýr-
ingu."
,,Þá tekst mér ekki að finna
neina ástæðu fyrir þessum látum.
Góði stilltu þig nú Kári. Mundu
það, að síðast, þegar okkur lenti
saman, kam Ralph upp og kvart-
aði." Rödd hennar var ísköld.
,,Ég ætla mér ekki að vera með
nein læti, eins og þú kallar það,“
sagði hann, en það var auðheyrt
á raddhreim hans, að hann átti
erfitt með að halda sér í skefj-
um. ,,Ég veit ekki hvað var milli
ykkar Kovans, en það hefur ber-
sýnilega verið eitthvað náið, fyrst
þú gafst honum armbandið. Þið
hafið kannske unnið saman,
fengizt við gripdeildir ..."
,,Og hvað, þótt svo hefði ver-
ið ? Var það erindið við mig?"
,,Nei, ekki," sagði hann.
,,Sjálfsagt ætti þetta að vera mér
áhyggjuefni, en svo er ekki. Það
sem ég spyr þig hreint og beint
um, er, hvort þið Kovan hafið
verið elskendur eða ekki !“
HÚN STARÐI á hann og
hvítnaði og roðnaði á víxl. Hún
kom ekki upp orði, en hún stóð
upp af rúminu, gekk beint að
honum og sló hann utan undir
eins fast og hún gat. Hann starði
á hana-á móti,'þegar hún gaf
honum kinnhestinn, en hann
sýndi engin viðbrögð.
,,Þetta er ekkert svar," sagði
hann.
,,Þetta er eina svarið, sem þú
færð."
,,Eg skil."
Þau einblíndu á hvort annað,
hötuðust, en þó brauzt frumeðlið
í gegn um gagnkvæmt hatrið,
því nær óhamin aðdráttarorka.
,,Það virðist vera tilgangslítið
fyrir mig að vera hér lengur."
,,Já.“
,,En hvað um það, ég sé ekki,
hvers vegna ég skyldi fara."
,,Eg skil þig ekki."
(Frh. í aukoheftinu — sumarheftinu)
ÁGÚST, 1953
63