Heimilisritið - 01.08.1953, Blaðsíða 38
yÖur vel!“ sagði frú Hupple.
Þetta var fyrirtaks ráðlegging við
þetta tækifæri, og Dollý óskaði
oieð sjálfri sér, að frú Hupple
gæti einnig sagt sér hvernig hún
ætti að fara að því að skernmta
sér.
,,Ég skrifa hérna sí.nanúmerið
handa yður,“ sagði hún, og um
leið heyrðist ákaft bílflaut. Ben
var auðheyrilega orðinn óþolin-
móður — en allt í einu datt henni
snjallt ráð í hug.
,,Frú Hupple,“ sagði hún og
bar ört á. ,,Viljið þér hringja til
mín um miðnættið ?“ Og þegar
hún 'sá undrunina í augnaráði frú
Hupple, skrökvaði hún því fyrsta,
sem henni datt í hug: ,,Stevi litli
hafði dálítinn hlustarverk. Ég vil
gjarnan fylgjast með hvernig hon-
um líður.“
Bifreiðin flautaði ákaft og
Dollý hraðaði sér út.
HÚN hallaði sér aftur á bak í
sætinu og reyndi að hvíla sig.
Það var kalt í bifreiðinni og
landslagið umhverfis var kulda-
legt og ömurlegt. Húsið þeirra var
í hverfi talsvert utan við borgina.
,,Já, auðvitað — það gæti ekki
farið betur um ykkur," hafði
Harold sagt, þegar hann heim-
heimsótti þau, en það skein út
úr málrómnum, að það væri öðru
nær. Það lá alltaf við, að það
36 ■
fælist lítilsvirðing í spurningum
Harods. ,,Hvernig líður börnun-
um ? Hvernig líður ykkur í sveit-
inni ? Hvernig líður ykkur þarna
út frá ?“ Dollý var raunar nú fyrst
farin að taka eftir þessu. Henni
hafði líkað vel við Harold, en svo
höfðu þau einu sinni hitt Kitzý
heima hjá honum, og síðan hafði
þeim aldrei verið boðið þangað,
án þess að hún væri þar líka.
Dollý þekkti Harold nógu vel
til þess að geta ímyndað sér,
hvernig hann talaði um þau við
Kitzý. „Benett Langley ? Já hann
er ákaflega aðlaðandi. Hann er
bráðvel greindur og skemmtileg-
ur í vinahóp. Það er leitt til þess
að vita, að þú skyldir ekki kynn-
ast honum, áður en hann kvænt-
ist, því að þá var hann enn
skemmtilegri. Það er ekki svo að
skilja að ég sé að gefa neitt í
skyn, en Ben hefur átt erfitt í
seinni tíð. Þú veizt nú hvað laun
■menntaskólakennara eru lág, og
Dollý virðist vera ein af þeim,
sem eiga barn á hverju ári. Hún
er auðvitað fyrirtaks stúlka, gæti
ekki verið betri ..."
Þó var því ekki þannig farið
að Harold væri illgjarn, hann var
aðeins einn þeirra manna, sem
átti mikla peninga og virtist ekki
hafa annað þarfara við þá að gera
en halda samkvæmh Hann nefndi
aldrei svo neinn mann að ekki
HEIMILISRITIÐ