Heimilisritið - 01.08.1953, Blaðsíða 39

Heimilisritið - 01.08.1953, Blaðsíða 39
fylgdi einhver athugasemd um skapgerð hans eða hegðun. Hann hafði eitt sinn hvíslað að Dollý: ,,Ég held að Kitzý sé ekki skilin, en annars gaeti margt bent til þess. Maðurinn hennar er alltaf í Warrenton á refaveiðum, að ég held. Kitzý er sjálf góður veiði- maður — en það eru ekki ein- göngu refir, sem hún veiðir —“ Dollý reyndi að hrista af sér drungann. Ég er viss um að ég hugsa meira um Kitzý en Ben gerir, hugsaði hún, og það gerir mig dapra, og það er það versta, sem fyrir getur komið. Ég ætti að vera fjörleg, ljómandi af gleði og hnyttin í tilsvörum, svo að ég geti boðið þessum kvenmanni byrginn. Töfrandi — já, ég þyrfti að vera töfrandi — minna má ekki gagn gera, sagði hún við sjálfa sig og andvarpaði. ,,Hvað er að ?“ spurði Ben. ,,Það lá við að þetta andvarp þitt feykti mér út úr bílnum!“ „Ekkert. Ég var að hugsa.“ ,,Og hvað var- svona sorglegt af því, sem þú hugsaðir ?“ Ef til vill liði henni betur ef hún leysti frá skjóðunni. ,,Heyrðu nú Ben“ gæti hún sagt, ,,þú get- ur varla búizt við að mér sé nokk- uð tilhlökkunarefni að sitja enn eitt kvöld og horfa á Kitzý gera tilraunir til að klófesta þig.“ Nei, það dugði ekki. Hún forðaðist í lengstu lög að breyta hugsunum sínum í orð ! Hún fór eins nálægt sannleik- anum og hún þorði: ,,Ég vildi óska að við værum að fara til Jirns og Onnu í kvöld.“ ,,Er nokkur sérstök ástæða til þess ?“ Raddblær Bens var eins og hann væri á verði. ,,Ég er ekki í skapi til að taka þátt í einni af stórveizlunum hans Harolds. Þú veizt, að stundum getur hann verið dálítið þreyt- andi. Og þar að auki —- ja, eins og þú veizt, eigum við svo margt sameiginlegt með Jim og Onnu.“ ,,Já, það eigum við sannar- lega ! Við Jim borðum saman oft í viku í skólamatsölunni — og þá ræðum við allt, sem við eigum sameiginlegt, svo sem skuldir, þreyttar konur og önnur áhyggju- efni ! Nei, ég vildi gjarnan vera laus við slíkt í kvöld !“ Dollý svaraði ekki. Hún virti fyrir sér hraðamæli bifreiðarinn- ar. Ben ók allt of hratt, og ferð- in jókst stöðugt. En svo dró hann úr hraðanum aftur, og Dollý fann að hann lagði aðra höndina yfir hönd hennar. ,,Mér þykir þetta leitt, sagði hann, og rödd hans var full af hrjúfri viðkvæmni. ,,Þú ert fyrir- taks félagi, en ég er óttalegur vandræðagripur. Meðan mér byk- ir svo gaman að kenna að ég vil ÁGÚST, 1953 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.