Heimilisritið - 01.08.1953, Blaðsíða 52

Heimilisritið - 01.08.1953, Blaðsíða 52
„Rakarinn! Hann gengur ein- nritt þarna.“ Hann benti á háan, ungan mann, sem gekk eftir götunni og hélt á tösku í hendinni. Jacques hljóp til hans og ávarpaði hann. En sjaldan hafa frá upphafi heims hittzt tvær manneskjur, sem voru eins utan við sig og þeir. Það var hægt að afsaka Jac- ques, því hann var svo niður sokk- inn í að hugsa um Madeleine, en Alfred, ungi rakarinn, var hrein- asti svefngengill. ,,Eruð þér rakarinn?“ spurði Jacques. ,,Já,“ svaraði maðurinn. ,,Getið þér klippt mig ?“ „Sjálfsagt. Undir eins.“ ,,Þá skulurn við verða sam- ferða.“ ,,Já gott. Án frekari samræðna gengu þeir af stað. Þeir héldu báðir, hvor fyrir sig, að hinn réði leið- inni. Jacques áleit, að rakarinn væri að fara með sig í rakara- stofuna, og rakarinn, sem enga rakarastofu hafði, en gekk í hús til viðskiptavinanna, var sann- færður um að ,,Parísarbúinn“ væri að fylgja honum heim til sín. Þar sem sólin skein beint í aug- un á Alfred, gekk hann þvert yfir götuna til þess að komast í skugga. Jacques hélt, að rakar- inn byggi í húsinu hinum smegin við götuna og nam því staðar við húsdyrnar. Alfred áleit, að það væri þarna, sem Jacques ætti heima, vék til hliðar og sagði kurteis- lega : ,,Gjörið þér svo vel, vill herr- ann ekki ganga á undan.“ Þeir fylgdust að inn, fyrst inn gang og því næst inn í herbergi, þar sem allt var í megnustu ó- reiðu. Saéngurfötin löfðu fram af rúmstokknum. Náttkjóll var í vcðli á gólfteppinu við hliðina á inniskóm og gagnsæum kven- sokk. Á öllum stólum lágu ýmis- konar kvenflíkur, og Jacques fannst kona rakarans ekki halda heimijinu sérlega snyrtilegu. ,,Fólkið úti á landi er víst ekki að súta það, þó ekki sé allt í röð og reglu,“ hugsaði hann með sér. Hann settist fyrir framan snyrti- borðið og tók eftir því með ógeði, að þvottaskálin var full af sápu- skólpi. Og sl^ólpfatan á gólfinu var svo full að næstum flóði út af. . . . Þótt merkilegt kunni að virðast, var samt mjög góður og þægileg- ur ilmur í stofunni, sem varla var að vænta að finna hjá þorpsrak- ara. Alfred lagði skæri sín og greiðu með varúð á marmaraplötuna. 50 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.